Lífið

Spikfeitur vefur um Söngkeppnina á Vísi

Hallfríður Þóra Tryggvadóttir frá Verzló er einn af 32 keppendum sem hægt verður að fylgjast með í opinni dagskrá á Stöð 2 á laugardaginn.
Hallfríður Þóra Tryggvadóttir frá Verzló er einn af 32 keppendum sem hægt verður að fylgjast með í opinni dagskrá á Stöð 2 á laugardaginn.

Vefur sem tileinkaður er Söngkeppni framhaldsskólanna er kominn í loftið á Vísi.is.

Þarna er að finna allt um keppendurna frá skólunum 32, flottar myndir af þeim, stutt myndbönd, skemmtileg viðtöl og fleira. Auk þess ausa Páll Óskar og fleiri fyrrverandi keppendur úr viskubrunni sínum. Þá eru einnig tekin viðtöl við Erp Eyvindarson og Eddu Björg Eyjólfsdóttur sem verða kynnar hátíðarinnar

Söngkeppnin fer fram á Akureyri á laugardaginn. Þetta er í tuttugasta skipti sem keppnin er haldin og er því ekkert til sparað. Hún verður í opinni dagskrá á Stöð 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 19.35. Það borgar sig að fylgjast með þar sem þjóðin hefur 50% vægi á móti dómnefnd í símakosningu.

Búist er við toppmætingu á laugardaginn, bæði á keppnina og dansleikinn sem haldinn verður að henni lokinni. Er gert ráð fyrir stærsta framhaldsskólaballi ársins, um tvö þúsund gestum í Íþróttahöll Akureyrar. Þar spila Dikta, Bloodgroup, Erpur & Atli, Sykur og Bermuda.

Kíkið á vefinn:

Söngkeppni framhaldsskólanna á Vísi.is










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.