Lífið

Á von á sínu fyrsta barni

Óskarsverðlaunahafinn Diablo Cody gengur með sitt fyrsta barn. 
Nordicphotos/getty F12070410
Óskarsverðlaunahafinn Diablo Cody gengur með sitt fyrsta barn. Nordicphotos/getty F12070410
Handritshöfundur hinnar vinsælu kvikmyndar Juno, Diablo Cody, tilkynnti á Twitter-síðu sinni að hún bæri barn undir belti. „Ég þakka allar heillaóskirnar. Engin leyndarmál hér, mér þótti bara skemmtilegt að sjá hversu stór kúlan yrði áður en fólk færi að veita henni eftirtekt,“ skrifaði Cody á síðunni. Cody er gift Dan Maurio, sem starfar við gerð vinsælla spjallþátta vestanhafs.

Cody hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að kvikmyndinni Juno og vakti fortíð hennar ekki síður nokkra athygli, en hún hafði áður starfað sem fatafella. Cody skrifaði einnig handritið að sjónvarpsþáttunum The United States of Tara með leikkonunni Toni Collette í aðalhlutverki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.