Lífið

Slúður særir

Fergie segist stundum plata sjálfa sig til að borða ekki óhollan mat. Nordicphotos/getty
Fergie segist stundum plata sjálfa sig til að borða ekki óhollan mat. Nordicphotos/getty
Söngkonan Black Eyed Peas, Fergie, viðurkenndi í viðtali við tímaritið Elle að hún plati sjálfa sig til að borða ekki óholla fæðu og ímyndar sér til að mynda að franskar kartöflur séu eitraðar. „Ég ímynda mér stundum að franskar kartöflur séu eitraðar. Þegar ég borða eftirrétti þá fæ ég mér aðeins einn munnbita, en ég nýt hvers augnabliks á meðan ég borða hann.“

Hún sagði jafnframt að slúðurhöfundar uppnefni hana gjarnan og segi hana ljóta og að það þyki henni mjög sárt. „Það særir mig þegar fólk segir að ég sé ljót eða skrifar um það hversu illa ég lít út þennan eða hinn daginn. Ég hef þurft að læra að leiða slík ummæli hjá mér því auðvitað koma dagar þar sem útlitið er ekki fullkomið. Ég hef ekki tíma til að fara í förðun og snyrtingu alla daga.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.