Lífið

Bubbi færir sig yfir á Bylgjuna

"Mig langaði til að halda áfram að þróa þetta form, mér finnst þetta æðislega skemmtilegt. Og svo er líka heilt haf af ungum tónlistarmönnum sem enn á eftir að kanna,“ segir Bubbi Morthens. Bubbi er hættur með þátt sinn Færibandið á Rás 2 og hefur fært sig yfir á Bylgjuna þar sem hann byrjar með nýjan þátt, Stál og hnífur, eftir rúma viku á mánudagskvöldum.

Lífið

Engum leiddist þarna

Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina á Kjarvalsstöðum á opnun málverkasýningu Karenar Agnete Þórarinsson og arkitektasýningu frá norska arkitektastórveldinu Snøhetta...

Lífið

Hressileg saga fyrir fróðleiksfúsa krakka

Náttúrugripasafnið er fantasía þar sem dvergar leika lausum hala, forsögulegur maður vaknar til lífsins, beinagrind löngu látinnar stúlku á safni tekur til sinna ráða og kettir hugsa líkt og menn.

Gagnrýni

Sniðgengu Golden Globe glamúrinn

Leikarahjónin Penelope Cruz, 37 ára og Javier Bardem, 42 ára, sem hafa verið gift í 18 mánuði, mættu ekki á Golden Globe verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi...

Lífið

Páfagaukurinn ljúfur mótleikari

Einar Aðalsteinsson leikari fer með aðalhlutverkið í Gulleyjunni sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í samstarfi við Borgarleikhúsið 27. janúar næstkomandi. Einar leikur þar á móti tónlistarmanninum Birni Jörundi Friðbjörnssyni og páfagauknum Joshua.

Lífið

Tíu sveitir sem neyddust til að breyta nafninu sínu

Margar hljómsveitir hafa þurft að breyta nafni sínu eftir að kom í ljós að einhver annar var á undan þeim með nafnið. Skemmst er að minnast deilu hinna hollensku og íslensku Maus. Hin íslenska Maus á einkaréttinn á nafninu í Evrópu og því er hin hollenska nauðbeygð til að skipta um sitt nafn. Fréttablaðið skoðaði tíu aðrar hljómsveitir sem hafa lent í svipuðum vandræðum og hin hollenska Maus.

Lífið

Valin úr 5.000 stuttmyndum

"Það verða 28 myndir frá Bandaríkjunum eða Kanada og bara ein önnur mynd frá Evrópu. Þannig að við ætlum einhvern veginn að vera fulltrúar Evrópu. Segjum það bara,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Jóhannsson.

Lífið

Þessir kjólar eru sko ekkert slor

Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í gærkvöldi þar sem þögla svart-hvíta myndin The Artist var sigurvegari kvöldsins eins og lesa má hér. Meðfylgjandi má sjá kjólana sem stjörnurnar klæddust á rauða dreglinum sem voru sko ekkert slor!

Lífið

Don McLean höfundur American Pie til Íslands

Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og Grammy-verðlaunahafinn Don McLean spilar í Háskólabíói 17. október. Hann er þekktastur fyrir lagið American Pie sem er eitt það vinsælasta í tónlistarsögunni.

Lífið

Mun ekki mygla á rassinum

Tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson, einnig þekktur sem Bogomil Font, tekur innan skamms við stöðu framkvæmdastjóra Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá bransanum, góðri gagnrýni og Kópavogi.

Lífið

Frelsið getur verið flókið

Fyrir rúmum tveimur áratugum var Lolita Urboniene stödd í hringiðu dramatískra atburða í Vilnius. Í gærmorgun kveikti hún á kerti til minningar um fórnarlömb sovéskra hersveita 13. janúar 1991.

Lífið

Klassískt og kraftmikið

Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.

Gagnrýni

GusGus og The Weeknd eiga plötur ársins hjá Vasadiskó

Rafsveitin GusGus og kanadíska söngvarinn er kallar sig The Weeknd eiga plötur ársins að mati útvarpsþáttarins Vasadiskó en seinna uppgjör þáttarins fór fram í dag. Plöturnar Arabian Horse og House of Balloons þóttu standa upp úr að mati þáttarstjórnanda en einnig voru plötur Mugison, Bjarkar, Sóleyjar og Lay Low inn á topp 5 á íslenska listanum en plötur Tune-Yards, Lauru Marling,Wu-Lyf og Önnu Calvi á þeim erlenda.

Tónlist

Ég er sérstakur sendiboði Guðs

Kontrabassaleikarinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff var virkur í endurreisn rokkabillítónlistarinnar í lok áttunda áratugarins. Hann hefur nú búið á Íslandi í fimm ár og berst fyrir uppgangi rokkabillísins hér á landi.

Lífið

Ljúf og heimilisleg afurð

Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson, sá afbragðsflinki og blæbrigðaríki söngvari, og Björgvin Ívar Guðmundsson, úr gæðasveitinni Lifun og fleiri böndum, kynntu dúettinn Elda og þessa fínu plötu sem hliðarverkefni samhliða öðrum störfum fyrir jólin, sem sýnir sig kannski helst í því að hvorki er verið að finna upp hjólið né reyna of mikið á þolgæði þess.

Gagnrýni

Adele og kærastinn

Breska söngkonan Adele, 23 ára og unnusti hennar Simon Konecki, 36 ára, yfirgáfu asískan veitingastað í London glóð að sjá. Eins og sjá má á myndunum knúsar parið krúttlegan hund sem varð á vegi þeirra. Adele er tilnefnd til sex Golden Globe verðlauna í ár og þar á meðal plötu ársins.

Lífið

The Artist besta myndin

The Artist stóð uppi sem sigurvegari hjá samtökum gagnrýnenda í Bandaríkjunum á fimmtudagskvöld. Þessi svarthvíta-kvikmynd þykir líkleg til sigra á Golden Globe-hátíðinni sem haldin verður á sunnudaginn. George Clooney hélt áfram sigurgöngu sinni en hann var valinn besti leikarinn fyrir frammistöðu sína í The Descendants.

Lífið

Nýtt ár - breytt mataræði

Ef þú ert ein(n) af þeim sem ætlar að bæta mataræðið núna eftir hátíðirnar, þá gæti þessi pistill kannski nýst þér til að rifja upp og skerpa hugann...

Matur

Margræðar myndir

Vandað val kyrralífsmynda skapar margræða og fallega sýningu og minnir á þá margvíslegu möguleika sem felast í íslenskri myndlistarsögu. Margræð sýning Hörpu Björnsdóttur gefur áhorfandanum rými til umhugsunar.

Gagnrýni

Bergmál fortíðar

Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Annars vegar Bergmál, samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýningarinnar er tíminn og endurbirting hins liðna. Titillinn vísar ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann, heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA-gráðu í ljósmyndun árið 2004.

Menning

Nilla refsað af landsliðinu

"Ég átti nú ekki von á því að þeir myndu fara svona illa með mig," segir Nilli úr Týndu kynslóðinni sem mætti á æfingu hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær. Hann hafði tapað veðmáli gegn Birni Braga, stjórnanda þáttarins, og fékk markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, sem er aðalgestur þáttarins í kvöld, að velja refsingu fyrir Nilla.

Lífið

Kaupir inn kasólétt

Leikkonan Jennifer Garner, 39 ára, verslaði í matvöruversluninni Whole Foods í gær í Brentwood í Kaliforníu. Eins og sjá má er Jennifer í fullu fjöri þrátt fyrir að vera gengin níu mánuði. Jennifer og eiginmaður hennar, leikarinn Ben Affleck eiga saman tvær stúlkur fyrir.

Lífið

Umdeild fæðing Blue Ivy

Tónlistarhjónin Beyonce Knowles og Jay-Z eignuðust sitt fyrsta barn á Lenox Hill sjúkrahúsinu í New York á laugardaginn síðasta. Stúlkan hlaut nafnið Blue Ivy Carter og hafa fjölmiðlar birt margar furðulegar fréttir um fæðingu barnsins.

Lífið

Youtube hafnar Félagi tónskálda og textahöfunda

„Það eru allir í heiminum að klóra sér í hausnum yfir því hvernig rétthafarnir, þeir sem að eiga músíkina, geti eignast hlutdeild í arðinum sem er að þessu efni í net- og símheimum.“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda.

Lífið

Hvað ertu með upp í þér maður?

Ef myndirnar sem teknar voru í St. Barts í gær eru skoðaðar gaumgæfilega má sjá að sjónvarpsstjarnan Simon Cowell er með eitthvað sem líkist ávexti upp í sér þar sem hann nýtur sín á lúxussnekkju sem er langt frá því að vera árabátur...

Lífið

Skaupið kostaði 30 milljónir

Framleiðslukostnaður við Áramótaskaup Sjónvarpsins var þrjátíu milljónir samkvæmt upplýsingum frá Páli Magnússyni, Útvarpsstjóra. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrði því þriðja árið í röð en Skaupið þótti nokkuð umdeilt í ár; Sjálfstæðismenn kvörtuðu undan því á vefmiðlum og þá setti Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra, fram harða gagnrýni á bloggsíðu sinni á brandara um útrás Íslendinga til Noregs en þar fannst honum voðaverkin í Útey vera höfð í flimtingum.

Lífið