Don McLean höfundur American Pie til Íslands 16. janúar 2012 09:00 Don McLean á Glastonbury-hátíðinni síðasta sumar. Hann spilar í Háskólabíói 17. október. nordicphotos/getty Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og Grammy-verðlaunahafinn Don McLean spilar í Háskólabíói 17. október. Hann er þekktastur fyrir lagið American Pie sem er eitt það vinsælasta í tónlistarsögunni. „Það er alltaf gaman þegar maður fær svona heimsþekkta listamenn til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um McLean. Fjörutíu ár eru liðin frá því að ein mest selda plata áttunda áratugarins, American Pie, kom út. Af því tilefni ætlar McLean að spila víða um heiminn á þessu ári. Hann spilaði á Glastonbury-hátíðinni í fyrra við frábærar undirtektir og er því í fínu formi, 66 ára að aldri. „Hann spilaði á Glastonbury fyrir framan hundrað þúsund manns og menn gera það ekki nema menn séu í góðu formi,“ segir Guðbjartur. „Ég hef verið að skoða umsagnir um tónleikana hans og þeir hafa verið að fá rosalega fína dóma.“ Platan American Pie var tileinkuð Buddy Holly og talið er að titillagið fjalli um flugslysið sem varð til þess að hann og tveir aðrir tónlistarmenn, þeir Ritchie Valens og J. P. „The Big Bopper“ Richardson, fórust. Samtök plötuútgefanda í Bandaríkjunum völdu lagið það fimmta áhrifamesta á síðustu öld og árið 2002 var það vígt inn í Grammy-frægðarhöllina. Lagið sat á toppi bandaríska vinsældalistans í fjórar vikur árið 1971. Sjálfur var McLean vígður inn í Frægðarhöll lagahöfunda árið 2004. Annað vinsælt lag af plötunni er Vincent, sem var tileinkað málaranum Vincent Van Gogh. Meðal annarra þekktra laga McLean er Crying sem er hans útgáfa af lagi Roy Orbison, Castles in the Air og And I Love You So sem Elvis Presley tók upp á sína arma og söng. Einnig var lagið Killing Me Softly with His Song samið um McLean. Síðasta plata hans, Addicted to Black, kom út fyrir þremur árum. Miðasala á tónleika Dons McLean í Háskólabíói hefst á Midi.is á næstunni. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og Grammy-verðlaunahafinn Don McLean spilar í Háskólabíói 17. október. Hann er þekktastur fyrir lagið American Pie sem er eitt það vinsælasta í tónlistarsögunni. „Það er alltaf gaman þegar maður fær svona heimsþekkta listamenn til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um McLean. Fjörutíu ár eru liðin frá því að ein mest selda plata áttunda áratugarins, American Pie, kom út. Af því tilefni ætlar McLean að spila víða um heiminn á þessu ári. Hann spilaði á Glastonbury-hátíðinni í fyrra við frábærar undirtektir og er því í fínu formi, 66 ára að aldri. „Hann spilaði á Glastonbury fyrir framan hundrað þúsund manns og menn gera það ekki nema menn séu í góðu formi,“ segir Guðbjartur. „Ég hef verið að skoða umsagnir um tónleikana hans og þeir hafa verið að fá rosalega fína dóma.“ Platan American Pie var tileinkuð Buddy Holly og talið er að titillagið fjalli um flugslysið sem varð til þess að hann og tveir aðrir tónlistarmenn, þeir Ritchie Valens og J. P. „The Big Bopper“ Richardson, fórust. Samtök plötuútgefanda í Bandaríkjunum völdu lagið það fimmta áhrifamesta á síðustu öld og árið 2002 var það vígt inn í Grammy-frægðarhöllina. Lagið sat á toppi bandaríska vinsældalistans í fjórar vikur árið 1971. Sjálfur var McLean vígður inn í Frægðarhöll lagahöfunda árið 2004. Annað vinsælt lag af plötunni er Vincent, sem var tileinkað málaranum Vincent Van Gogh. Meðal annarra þekktra laga McLean er Crying sem er hans útgáfa af lagi Roy Orbison, Castles in the Air og And I Love You So sem Elvis Presley tók upp á sína arma og söng. Einnig var lagið Killing Me Softly with His Song samið um McLean. Síðasta plata hans, Addicted to Black, kom út fyrir þremur árum. Miðasala á tónleika Dons McLean í Háskólabíói hefst á Midi.is á næstunni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira