Youtube hafnar Félagi tónskálda og textahöfunda 13. janúar 2012 11:30 Félag tónskálda og textahöfunda leitar nú leiða til að afla tekna, en ekki eru allir sammála um leiðirnar. Jakob Frímann Magnússon er formaður FTT. Fréttablaðið/GVA „Það eru allir í heiminum að klóra sér í hausnum yfir því hvernig rétthafarnir, þeir sem að eiga músíkina, geti eignast hlutdeild í arðinum sem er að þessu efni í net- og símheimum.“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda. Ein vinsælasta vefsíða heims, myndbandasíðan Youtube, hafnaði nýlega beiðni FTT um að greiða höfundaréttargjöld í sjóði íslenskra rétthafa. „Íslendingar eiga að líkindum heimsmet í Youtube og Facebook-notkun,“ segir Jakob Frímann. „Við vildum að þeir myndu greiða einhvers konar greiðslu, eins og þeir gera víða um heim. Að þeirra mati verðskuldar Ísland ekkert slíkt. Við erum ekki nógu stór og digur að þeirra mati. Og nógu langt í burtu til að ekki þurfi að óttast eitthvað kvak í smáfuglum við endimörk hins byggilega heims.“ FTT leitar nú leiða til að afla tekna á móti því sem félagið telur að tapist með ólöglegu niðurhali og streymi á vefsíðum á borð við Youtube, Facebook og Grooveshark. Síðustu ár hafa verið uppi hugmyndir innan FTT um að fara í samningaviðræður við íslenskar netþjónustur um að rukka ákveðið gjald af hverri nettengingu á Íslandi, svipað og rukkað er af skrifanlegum geisladiskum. Gjaldið myndi renna til aðildarfélaga FTT og þaðan til höfunda í formi höfundaréttargjalda. FTT er klofið í afstöðu sinni til gjaldsins og eru það vefsíðurnar Tónlist.is, Gogoyoko og Grapewire, sem setja sig upp á móti því. „Þeir telja að þetta kynni að ögra stöðu þeirra á markaði, sem miðlari tónlistar,“ segir Jakob. „Við höfum lagt fram að þetta sé einn valkosturinn, ein leiðin, svo eru sumir skeptískir á þá leið, en hafa ekki komið með neina aðra betri í staðinn. Aðra en þá að stemma stigu við ólöglegu niðurhali og auglýsa voða vel alla löglegu kostina.“ Spurður hvernig netfyrirtækin hafa tekið hugmyndinni segir Jakob að viðbrögðin hafi verið ágæt. „Þetta er eitthvað sem síma- og netfyrirtæki hafa eðlilega sektarkennd yfir, að vera að miðla ólöglegu efni sem enginn fær borgað fyrir,“ segir hann. „En það þarf samstöðu allra aðila málið.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
„Það eru allir í heiminum að klóra sér í hausnum yfir því hvernig rétthafarnir, þeir sem að eiga músíkina, geti eignast hlutdeild í arðinum sem er að þessu efni í net- og símheimum.“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda. Ein vinsælasta vefsíða heims, myndbandasíðan Youtube, hafnaði nýlega beiðni FTT um að greiða höfundaréttargjöld í sjóði íslenskra rétthafa. „Íslendingar eiga að líkindum heimsmet í Youtube og Facebook-notkun,“ segir Jakob Frímann. „Við vildum að þeir myndu greiða einhvers konar greiðslu, eins og þeir gera víða um heim. Að þeirra mati verðskuldar Ísland ekkert slíkt. Við erum ekki nógu stór og digur að þeirra mati. Og nógu langt í burtu til að ekki þurfi að óttast eitthvað kvak í smáfuglum við endimörk hins byggilega heims.“ FTT leitar nú leiða til að afla tekna á móti því sem félagið telur að tapist með ólöglegu niðurhali og streymi á vefsíðum á borð við Youtube, Facebook og Grooveshark. Síðustu ár hafa verið uppi hugmyndir innan FTT um að fara í samningaviðræður við íslenskar netþjónustur um að rukka ákveðið gjald af hverri nettengingu á Íslandi, svipað og rukkað er af skrifanlegum geisladiskum. Gjaldið myndi renna til aðildarfélaga FTT og þaðan til höfunda í formi höfundaréttargjalda. FTT er klofið í afstöðu sinni til gjaldsins og eru það vefsíðurnar Tónlist.is, Gogoyoko og Grapewire, sem setja sig upp á móti því. „Þeir telja að þetta kynni að ögra stöðu þeirra á markaði, sem miðlari tónlistar,“ segir Jakob. „Við höfum lagt fram að þetta sé einn valkosturinn, ein leiðin, svo eru sumir skeptískir á þá leið, en hafa ekki komið með neina aðra betri í staðinn. Aðra en þá að stemma stigu við ólöglegu niðurhali og auglýsa voða vel alla löglegu kostina.“ Spurður hvernig netfyrirtækin hafa tekið hugmyndinni segir Jakob að viðbrögðin hafi verið ágæt. „Þetta er eitthvað sem síma- og netfyrirtæki hafa eðlilega sektarkennd yfir, að vera að miðla ólöglegu efni sem enginn fær borgað fyrir,“ segir hann. „En það þarf samstöðu allra aðila málið.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira