Lífið Ný og betri Júniformverslun Fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir, eigandi Júníform, hefur staðið í ströngu síðustu vikuna við að rífa allt út úr verslun sinni á Hverfisgötu. „Það var bara löngu kominn tími á þetta. Þegar við byrjuðum að sauma hérna var allt gert til bráðabirgða, svo það var löngu kominn tími til að rífa allt út og endurnýja," sagði Birta í samtali við Fréttablaðið. Lífið 3.9.2007 05:00 Blóð og æla upp um alla veggi á hótelherbergi Winehouse Starfsfólk Jade Mountain Resort á St. Lucia segir að Amy Winehouse hafi skilið hótelherbrgi sitt í rúst þegar hún yfirgaf svæðið í vikunni. Starfsfólkið var við öllu búið eftir að hafa haft Winehouse og eiginmann hennar, Blake Fielder-Civil, í vist í nokkra daga en var öllum lokið þegar þau komu inn í herbergi hennar og sáu blóð og ælu upp um gólf og veggi herbergsins. Lífið 2.9.2007 21:30 Justin og Timbaland héldu óvænta tónleika í Las Vegas Gestir skemmtistaðarins Jet í Las Vegas fengu óvæntann glaðning í sinn snúð í gærkvöldi því tónlistarmennirnir Justin Timerlake og Timbaland stigu óvænt á stokk þar í gærkvöld og fluttu nokkur af sínum frægustu lögum. Þeir Timberlake og Timbaland birtust skyndilega í plötusnúðabúrinu með míkrafóna í hönd og hófu að ávarpa mannfjöldann við mikinn fögnuð gesta. Lífið 2.9.2007 18:53 Birkhead og Stern sagðir samkynhneigðir ástmenn Þótt langt sé um liðið síðan kynbomban Anna Nicole Smith féll frá er farsanum í kring um hana langt frá því að vera lokið. Nú er í bígerð bók um síðustu daga Önnu Nicole og áhrif tveggja manna á dauða hennar, þeirra Larry Birkhead og Howard K. Stern sem báðir gerðu báðir tilkall til Dannielynn, dóttur Önnu Nicole. Í bókinni, sem er skrifuð af blaðamanni MSNBC, Ritu Crosby, er því haldið fram að Birkhead og Stern hafi verið samkynhneigðir ástmenn. Lífið 2.9.2007 16:41 Owen Wilson kominn heim af spítalanum Leikarinn Owen Wilson hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, minna en viku eftir að hann var lagður inn eftir að hafa reynt sjálfsmorð á heimili sínu í Santa Monica. Vinir leikarans og fjölskyldumeðlimir eru sagðir vera þétt við hlið Wilson og dvelji hjá honum allann sólarhringinn. Lífið 2.9.2007 14:03 James Bond er genginn út James Bond stjarnan Daniel Craig mun vera genginn út. Hann ku hafa trúlofast kærustu sinni, kvikmyndaframleiðandanum Satsuki Mitchell fyrir helgina. Mun hann hafa farið á hnéin á meðan skötuhjúin voru í frí á Ítalíu í síðustu viku. Lífið 2.9.2007 14:03 Höfðar mál gegn „Joey“ Camille Cerio, fyrrverandi umboðsmaður leikarans Matt LeBlanc, hefur höfðað mál gegn honum. Segir hún að leikarinn skuldi sér að minnsta kosti rúmar sextíu milljónir króna. Lífið 2.9.2007 13:00 Hulk ræður lögfræðing fyrir soninn Bandaríski glímukappinn Hulk Hogan hefur ráðið lögfræðinginn J. Kevin Hayslett til þess að verja son sinn Nick en hann á að mæta fyrir rétt 10. september næstkomandi. Nick er gefið að sök að hafa farið í kappakstur á hraðbraut í Flórída með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum og klessti á pálmatré. Lífið 2.9.2007 11:00 Victoria Beckham grátbiður mömmu um hjálp með börnin Victoria Beckham hefur grátbeðið mömmu sína um að gerast barnfóstra hjá sér eftir að tvær fyrrverandi fóstrur hjá henni gengu á dyr með skömmu millibili. Að sögn blaðsins News Of The World er Victoria örvæntingarfull því Jackie Adams móðir hennar er ein af fáum sem hún treystir fyrir börnum sínum. Lífið 2.9.2007 10:22 Á Akrafjall eftir hvern sigurleik Katrín Leifsdóttir, heimilisfræðikennari í Grundaskóla á Akranesi og móðir Páls Gísla Jónssonar markvarðar Skagaliðsins í knattspyrnu, hefur í sumar gengið upp á Háahnúk á Akrafjalli í hvert skipti sem liðið ber sigur úr býtum í leikjum Landsbankadeildarinnar. Hún segir hugmyndina nánast úr lausu lofti gripna. Lífið 2.9.2007 10:00 Clooney ætlar að kjósa Obama George Clooney er afar hrifinn af bandaríska forsetaframbjóðandanum Barack Obama, ef marka má orð hans á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. "Ég vill endilega að hann verði forseti," sagði Clooney á blaðamannafundi en hann hefur mætt á stuðningsmannafundi hjá Obama og greitt í kosningasjóð hans. Clooney segist hafa verið í sama herbergi og nokkrar rokkstjörnur í gegn um tíðina en ekkert jafnist á við nærveru Obama. "Nærvera hans er ótrúleg. Hann yrði frábær forseti" Lífið 1.9.2007 17:26 Birna aftur í Háskólann með bleikt pennaveski Birna Þórðardóttir hefur aftur nám við Háskóla Íslands nú á mánudag en hún ætlar sér að læra ítölsku til BA-prófs. Birna segir að hún hafi mætt í skólann í gær, með bleikt pennaveski, og aðra hluti sem skólastúlkur þurfa að hafa með sér, en þá var námið kynnt nemendum. Lífið 1.9.2007 16:32 Sonur Helenu Christensen er skáksnillingur Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen geislar af gleði þessa daganna þar sem í ljós hefur komið að Mingus, sjö ára gamall sonur hennar, er skáksnillingur. Hefur honum þegar verið boðin staða í bandaríska skáklandsliðinu. Lífið 1.9.2007 15:18 Veggspjald Veðramóta bannað í MR „Við vorum að keyra út plakatið fyrir kvikmyndina Veðramót og höfðum farið í flestalla framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Lífið 1.9.2007 13:00 Engin tekur meira kókaín en Winehouse Courtney Love segir að hún hafi aldrei séð neinn taka meiri eiturlyf en söngkonuna Amy Winhouse. Þetta þykir forvitnileg yfilýsing hjá Love enda hefur hún séð sinn skerf af rugli í gegn um tíðina. "Ég hef verið með fullt af frægu fólki þegar það hefur verið að taka eiturlyf. Lindsay Lohan, Kate Moss og fleiri. En enginn toppar Winehouse," segir Cortney Love sem var gift eiturlyfjaneytandanum Kurt Cobain, söngvara Nirvana. Lífið 1.9.2007 12:56 Vann jeppa til afnota í eitt ár Bylgjan og N1 fóru í ferð suður á Keflavíkurflugvöll um hádegi föstudaginn 31. ágúst til að afhenda Bjartmar Bjarnasyni glænýjan Nissan Pathfinder jeppa frá Ingvari Helgasyni til afnota í heilt ár með tryggingum. Bjartmar datt í lukkupottinn eftir að hafa skilað inn fullstimpluðu Vegabréfi í Vegabréfaleik N1 sem gekk í allt sumar. Lífið 1.9.2007 12:27 Bassaleikarafaraldur við Grettisgötuna "Þetta er alls ekki mér að kenna," segir Tómas Tómasson bassaleikari Stuðmanna en nú búa fjórir bassaleikarar við Grettisgötuna. Auk Tómasar eru þetta Egill Ólafsson Stuðmaður, Georg Hólm í Sigurrós og Baldvin Sigurðsson sem fyrrum gerði garðinn frægann með Baraflokknum. Lífið 1.9.2007 11:17 Leynilögreglumaður eldar pylsusúpu á Ljósanótt Ýmsir viðburðir Ljósanætur í Reykjanesbæ rata ekki í formlega dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess er árleg súpu- og pylsugerð leynilögreglumannsins Lofts Kristjánssonar og konu hans Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur rithöfundar. Þau hjónin gera um 50 lítra af súpunni og eiga von á fjölda fólks í mat. Lífið 1.9.2007 11:00 Ronaldo í sundlaugarveislu með fimm vændiskonum Forráðamenn Manchester United ætla að kalla sóknarmanninn Cristiano Ronaldo fyrir eftir að fregnir bárust af sundlaugarveislu sem hann hélt ásamt vinum sínum þar sem fimm vændiskonur komu í heimsókn. Þetta gerðist eftir fyrsta sigur United á Tottenham fyrr í vikunni. Lífið 1.9.2007 10:34 Fyrrum kærastinn reyndi við Paris Elisha Cuthbert, fyrrum leikkona í sjónvarpsþáttunum 24, er hætt með kærastanum sínum. Sá heitir Sean Avery og er íshokkíleikmaður. Parið hefur verið saman frá árinu 2005 en áður var Elisha trúlofuð Trace Ayala, besta vini og viðskiptafélaga Justins Timberlake. Lífið 1.9.2007 08:00 Law ekki ánægður með frammistöðu sína í Alfie Á blaðamannfundi sem haldinn var fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum sagði Jude Law að eftir á að hyggja hafi hann viljað breyta ýmsu við myndina sem er nútímaútgáfan af upprunalegu Alfie myndinni. Lífið 31.8.2007 16:42 Clooney segist ekki vera veikur Menn hafa velt vöngum yfir því undanfarið hvort hjartaknúsarinn George Clooney sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. Leikarinn þykir hafa hríðhorast og náðust nýlega af myndir af honum á strönd í Ítalíu með innfallinn maga. Lífið 31.8.2007 16:14 Mínar túttur eru ekta -Keira Knightley Breska smástirnið Keira Knightley hefur tekið illa vangaveltum fjölmiðla um að brjóst hennar og aðrir mikilvægir líkamshlutar hafi verið stækkaðir í tölvu til þess að gera hana kynþokkafyllri. Knightley er líklega frægust fyrir leik sinn í sjóræningjamyndunum Pirates of the Caribbean með þeim Johnny Depp og Orlando Bloom. Lífið 31.8.2007 16:11 Giuliani tók þrettán milljónir fyrir fyrirlestur hjá Símanum Rudy Giuliani tók 200.000 Bandaríkjadali eða tæpar þrettán milljónir íslenskra króna fyrir fyrirlestur sem hann hélt á 100 ára afmæli Símans á síðasta ári. Giuliani, sem er fyrrum borgarstjóri New York borgar og núverandi frambjóðandi í forvali Repúblikana til bandarísku forsetakosninganna, hélt fyrirlestur um leiðtogahæfni í Borgarleikhúsinu þann 29. september síðastliðinn. Lífið 31.8.2007 14:57 Allt að gerast hjá Britney Tvö ný lög eru væntanleg með söngkonunni Britney Spears og hefur þeim báðum verið lekið út á netið. Fyrsta smáskífan ber nafnið Gimme More en hin Cold As Fire.Seinna lagið er í grófari kantinum og fjallar meðal annars um munnmök. Lífið 31.8.2007 14:34 Harry segir Díönu hafa verið bestu mömmu í heimi Harry prins hélt ræðu í minningarathöfn um Díönu móður sína sem fram fór í Guards Chapel í Lunúnum í dag. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið bestu móður í heimi. Í ræðunni þar sem hann rifjar upp minningar sínar og bróður síns Williams segir hann móður þeirra hafa verið góðhjartaða, elskulega, jarðbundna og algörlega einstaka. Lífið 31.8.2007 13:02 Camilla tíndi sveppi á meðan á undirbúningi fyrir minningarathöfn Díönu stóð Breskir ljósmyndarar náðu myndum af Camillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, tína sveppi í skógi nærri Balmoral, höll Elísabetar Englandsdrottningar í Skotlandi, á dögunum. Hún mun hafa farið þangað til að forðast sviðsljósið. Camilla gekk um skóginn í fylgd lífvarðar og tíndi sveppi í litla bastkörfu. Lífið 31.8.2007 11:11 Dramatísk augnablik kistubera Díönu Hermennirnir sem báru kistu Díönu prinsessu til grafar fyrir tíu árum þjálfuðu sig í marga daga til fyrir verkið. Kista Díönu var húðuð blýi að innan og því níðþung. Mennirnir átta voru sérvaldir til verksins. Í tvo daga æfðu þeir sig að ganga með kistu fyllta af sandpokum um þrjátíu metra leið yfir trébrú út á eyju í stöðuvatni á jörð fjölskyldu prinsessunnar í Althorp þar sem hún var jörðuð. Lífið 31.8.2007 10:57 Kvöldsögur með Önnu Kristine Fjölmiðlakonan Anna Kristine Magnúsdóttir fer af stað með nýjan þátt á Bylgjunni fimmtudaginn næstkomandi. Hugmyndin er að endurvekja Kvöldsögurnar sem voru vinsælar á Bylgjunni fyrir allmörgum árum. Lífið 31.8.2007 10:06 Federline vill að Spears borgi lögfræðikostnað Lögfræðingur Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns Britney Spears, hefur farið fram á það fyrir hönd Federline að Spears borgi lögfræðikostnað hans í skilnaðarmáli sem lauk í júlí á þessu ári. Lífið 31.8.2007 09:16 « ‹ ›
Ný og betri Júniformverslun Fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir, eigandi Júníform, hefur staðið í ströngu síðustu vikuna við að rífa allt út úr verslun sinni á Hverfisgötu. „Það var bara löngu kominn tími á þetta. Þegar við byrjuðum að sauma hérna var allt gert til bráðabirgða, svo það var löngu kominn tími til að rífa allt út og endurnýja," sagði Birta í samtali við Fréttablaðið. Lífið 3.9.2007 05:00
Blóð og æla upp um alla veggi á hótelherbergi Winehouse Starfsfólk Jade Mountain Resort á St. Lucia segir að Amy Winehouse hafi skilið hótelherbrgi sitt í rúst þegar hún yfirgaf svæðið í vikunni. Starfsfólkið var við öllu búið eftir að hafa haft Winehouse og eiginmann hennar, Blake Fielder-Civil, í vist í nokkra daga en var öllum lokið þegar þau komu inn í herbergi hennar og sáu blóð og ælu upp um gólf og veggi herbergsins. Lífið 2.9.2007 21:30
Justin og Timbaland héldu óvænta tónleika í Las Vegas Gestir skemmtistaðarins Jet í Las Vegas fengu óvæntann glaðning í sinn snúð í gærkvöldi því tónlistarmennirnir Justin Timerlake og Timbaland stigu óvænt á stokk þar í gærkvöld og fluttu nokkur af sínum frægustu lögum. Þeir Timberlake og Timbaland birtust skyndilega í plötusnúðabúrinu með míkrafóna í hönd og hófu að ávarpa mannfjöldann við mikinn fögnuð gesta. Lífið 2.9.2007 18:53
Birkhead og Stern sagðir samkynhneigðir ástmenn Þótt langt sé um liðið síðan kynbomban Anna Nicole Smith féll frá er farsanum í kring um hana langt frá því að vera lokið. Nú er í bígerð bók um síðustu daga Önnu Nicole og áhrif tveggja manna á dauða hennar, þeirra Larry Birkhead og Howard K. Stern sem báðir gerðu báðir tilkall til Dannielynn, dóttur Önnu Nicole. Í bókinni, sem er skrifuð af blaðamanni MSNBC, Ritu Crosby, er því haldið fram að Birkhead og Stern hafi verið samkynhneigðir ástmenn. Lífið 2.9.2007 16:41
Owen Wilson kominn heim af spítalanum Leikarinn Owen Wilson hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, minna en viku eftir að hann var lagður inn eftir að hafa reynt sjálfsmorð á heimili sínu í Santa Monica. Vinir leikarans og fjölskyldumeðlimir eru sagðir vera þétt við hlið Wilson og dvelji hjá honum allann sólarhringinn. Lífið 2.9.2007 14:03
James Bond er genginn út James Bond stjarnan Daniel Craig mun vera genginn út. Hann ku hafa trúlofast kærustu sinni, kvikmyndaframleiðandanum Satsuki Mitchell fyrir helgina. Mun hann hafa farið á hnéin á meðan skötuhjúin voru í frí á Ítalíu í síðustu viku. Lífið 2.9.2007 14:03
Höfðar mál gegn „Joey“ Camille Cerio, fyrrverandi umboðsmaður leikarans Matt LeBlanc, hefur höfðað mál gegn honum. Segir hún að leikarinn skuldi sér að minnsta kosti rúmar sextíu milljónir króna. Lífið 2.9.2007 13:00
Hulk ræður lögfræðing fyrir soninn Bandaríski glímukappinn Hulk Hogan hefur ráðið lögfræðinginn J. Kevin Hayslett til þess að verja son sinn Nick en hann á að mæta fyrir rétt 10. september næstkomandi. Nick er gefið að sök að hafa farið í kappakstur á hraðbraut í Flórída með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum og klessti á pálmatré. Lífið 2.9.2007 11:00
Victoria Beckham grátbiður mömmu um hjálp með börnin Victoria Beckham hefur grátbeðið mömmu sína um að gerast barnfóstra hjá sér eftir að tvær fyrrverandi fóstrur hjá henni gengu á dyr með skömmu millibili. Að sögn blaðsins News Of The World er Victoria örvæntingarfull því Jackie Adams móðir hennar er ein af fáum sem hún treystir fyrir börnum sínum. Lífið 2.9.2007 10:22
Á Akrafjall eftir hvern sigurleik Katrín Leifsdóttir, heimilisfræðikennari í Grundaskóla á Akranesi og móðir Páls Gísla Jónssonar markvarðar Skagaliðsins í knattspyrnu, hefur í sumar gengið upp á Háahnúk á Akrafjalli í hvert skipti sem liðið ber sigur úr býtum í leikjum Landsbankadeildarinnar. Hún segir hugmyndina nánast úr lausu lofti gripna. Lífið 2.9.2007 10:00
Clooney ætlar að kjósa Obama George Clooney er afar hrifinn af bandaríska forsetaframbjóðandanum Barack Obama, ef marka má orð hans á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. "Ég vill endilega að hann verði forseti," sagði Clooney á blaðamannafundi en hann hefur mætt á stuðningsmannafundi hjá Obama og greitt í kosningasjóð hans. Clooney segist hafa verið í sama herbergi og nokkrar rokkstjörnur í gegn um tíðina en ekkert jafnist á við nærveru Obama. "Nærvera hans er ótrúleg. Hann yrði frábær forseti" Lífið 1.9.2007 17:26
Birna aftur í Háskólann með bleikt pennaveski Birna Þórðardóttir hefur aftur nám við Háskóla Íslands nú á mánudag en hún ætlar sér að læra ítölsku til BA-prófs. Birna segir að hún hafi mætt í skólann í gær, með bleikt pennaveski, og aðra hluti sem skólastúlkur þurfa að hafa með sér, en þá var námið kynnt nemendum. Lífið 1.9.2007 16:32
Sonur Helenu Christensen er skáksnillingur Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen geislar af gleði þessa daganna þar sem í ljós hefur komið að Mingus, sjö ára gamall sonur hennar, er skáksnillingur. Hefur honum þegar verið boðin staða í bandaríska skáklandsliðinu. Lífið 1.9.2007 15:18
Veggspjald Veðramóta bannað í MR „Við vorum að keyra út plakatið fyrir kvikmyndina Veðramót og höfðum farið í flestalla framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Lífið 1.9.2007 13:00
Engin tekur meira kókaín en Winehouse Courtney Love segir að hún hafi aldrei séð neinn taka meiri eiturlyf en söngkonuna Amy Winhouse. Þetta þykir forvitnileg yfilýsing hjá Love enda hefur hún séð sinn skerf af rugli í gegn um tíðina. "Ég hef verið með fullt af frægu fólki þegar það hefur verið að taka eiturlyf. Lindsay Lohan, Kate Moss og fleiri. En enginn toppar Winehouse," segir Cortney Love sem var gift eiturlyfjaneytandanum Kurt Cobain, söngvara Nirvana. Lífið 1.9.2007 12:56
Vann jeppa til afnota í eitt ár Bylgjan og N1 fóru í ferð suður á Keflavíkurflugvöll um hádegi föstudaginn 31. ágúst til að afhenda Bjartmar Bjarnasyni glænýjan Nissan Pathfinder jeppa frá Ingvari Helgasyni til afnota í heilt ár með tryggingum. Bjartmar datt í lukkupottinn eftir að hafa skilað inn fullstimpluðu Vegabréfi í Vegabréfaleik N1 sem gekk í allt sumar. Lífið 1.9.2007 12:27
Bassaleikarafaraldur við Grettisgötuna "Þetta er alls ekki mér að kenna," segir Tómas Tómasson bassaleikari Stuðmanna en nú búa fjórir bassaleikarar við Grettisgötuna. Auk Tómasar eru þetta Egill Ólafsson Stuðmaður, Georg Hólm í Sigurrós og Baldvin Sigurðsson sem fyrrum gerði garðinn frægann með Baraflokknum. Lífið 1.9.2007 11:17
Leynilögreglumaður eldar pylsusúpu á Ljósanótt Ýmsir viðburðir Ljósanætur í Reykjanesbæ rata ekki í formlega dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess er árleg súpu- og pylsugerð leynilögreglumannsins Lofts Kristjánssonar og konu hans Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur rithöfundar. Þau hjónin gera um 50 lítra af súpunni og eiga von á fjölda fólks í mat. Lífið 1.9.2007 11:00
Ronaldo í sundlaugarveislu með fimm vændiskonum Forráðamenn Manchester United ætla að kalla sóknarmanninn Cristiano Ronaldo fyrir eftir að fregnir bárust af sundlaugarveislu sem hann hélt ásamt vinum sínum þar sem fimm vændiskonur komu í heimsókn. Þetta gerðist eftir fyrsta sigur United á Tottenham fyrr í vikunni. Lífið 1.9.2007 10:34
Fyrrum kærastinn reyndi við Paris Elisha Cuthbert, fyrrum leikkona í sjónvarpsþáttunum 24, er hætt með kærastanum sínum. Sá heitir Sean Avery og er íshokkíleikmaður. Parið hefur verið saman frá árinu 2005 en áður var Elisha trúlofuð Trace Ayala, besta vini og viðskiptafélaga Justins Timberlake. Lífið 1.9.2007 08:00
Law ekki ánægður með frammistöðu sína í Alfie Á blaðamannfundi sem haldinn var fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum sagði Jude Law að eftir á að hyggja hafi hann viljað breyta ýmsu við myndina sem er nútímaútgáfan af upprunalegu Alfie myndinni. Lífið 31.8.2007 16:42
Clooney segist ekki vera veikur Menn hafa velt vöngum yfir því undanfarið hvort hjartaknúsarinn George Clooney sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. Leikarinn þykir hafa hríðhorast og náðust nýlega af myndir af honum á strönd í Ítalíu með innfallinn maga. Lífið 31.8.2007 16:14
Mínar túttur eru ekta -Keira Knightley Breska smástirnið Keira Knightley hefur tekið illa vangaveltum fjölmiðla um að brjóst hennar og aðrir mikilvægir líkamshlutar hafi verið stækkaðir í tölvu til þess að gera hana kynþokkafyllri. Knightley er líklega frægust fyrir leik sinn í sjóræningjamyndunum Pirates of the Caribbean með þeim Johnny Depp og Orlando Bloom. Lífið 31.8.2007 16:11
Giuliani tók þrettán milljónir fyrir fyrirlestur hjá Símanum Rudy Giuliani tók 200.000 Bandaríkjadali eða tæpar þrettán milljónir íslenskra króna fyrir fyrirlestur sem hann hélt á 100 ára afmæli Símans á síðasta ári. Giuliani, sem er fyrrum borgarstjóri New York borgar og núverandi frambjóðandi í forvali Repúblikana til bandarísku forsetakosninganna, hélt fyrirlestur um leiðtogahæfni í Borgarleikhúsinu þann 29. september síðastliðinn. Lífið 31.8.2007 14:57
Allt að gerast hjá Britney Tvö ný lög eru væntanleg með söngkonunni Britney Spears og hefur þeim báðum verið lekið út á netið. Fyrsta smáskífan ber nafnið Gimme More en hin Cold As Fire.Seinna lagið er í grófari kantinum og fjallar meðal annars um munnmök. Lífið 31.8.2007 14:34
Harry segir Díönu hafa verið bestu mömmu í heimi Harry prins hélt ræðu í minningarathöfn um Díönu móður sína sem fram fór í Guards Chapel í Lunúnum í dag. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið bestu móður í heimi. Í ræðunni þar sem hann rifjar upp minningar sínar og bróður síns Williams segir hann móður þeirra hafa verið góðhjartaða, elskulega, jarðbundna og algörlega einstaka. Lífið 31.8.2007 13:02
Camilla tíndi sveppi á meðan á undirbúningi fyrir minningarathöfn Díönu stóð Breskir ljósmyndarar náðu myndum af Camillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, tína sveppi í skógi nærri Balmoral, höll Elísabetar Englandsdrottningar í Skotlandi, á dögunum. Hún mun hafa farið þangað til að forðast sviðsljósið. Camilla gekk um skóginn í fylgd lífvarðar og tíndi sveppi í litla bastkörfu. Lífið 31.8.2007 11:11
Dramatísk augnablik kistubera Díönu Hermennirnir sem báru kistu Díönu prinsessu til grafar fyrir tíu árum þjálfuðu sig í marga daga til fyrir verkið. Kista Díönu var húðuð blýi að innan og því níðþung. Mennirnir átta voru sérvaldir til verksins. Í tvo daga æfðu þeir sig að ganga með kistu fyllta af sandpokum um þrjátíu metra leið yfir trébrú út á eyju í stöðuvatni á jörð fjölskyldu prinsessunnar í Althorp þar sem hún var jörðuð. Lífið 31.8.2007 10:57
Kvöldsögur með Önnu Kristine Fjölmiðlakonan Anna Kristine Magnúsdóttir fer af stað með nýjan þátt á Bylgjunni fimmtudaginn næstkomandi. Hugmyndin er að endurvekja Kvöldsögurnar sem voru vinsælar á Bylgjunni fyrir allmörgum árum. Lífið 31.8.2007 10:06
Federline vill að Spears borgi lögfræðikostnað Lögfræðingur Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns Britney Spears, hefur farið fram á það fyrir hönd Federline að Spears borgi lögfræðikostnað hans í skilnaðarmáli sem lauk í júlí á þessu ári. Lífið 31.8.2007 09:16