Lífið

Selur bestu pylsur í Evrópu

"Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrauta­standur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti.

Lífið

Sellóið í Sigurjónssafni

Margrét Árnadóttir sellóleikari leikur á Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns í kvöld og flytur tvær svítur eftir Bach. Margrét lauk mastersprófi í sellóleik frá Juilliard tónlistarskólanum fyrr í vor og dvelst hér heima í stuttri sumarheimsókn. "Ég held mikið upp á Bach svíturnar, þær eru sex og ég er yfirleitt með eina þeirra í gangi. Ég leik tvær á tónleikunum – svítu númer tvö í d-moll og númer sex í d-dúr, þær eru gjörólíkar en báðar mjög fallegar," útskýrir Margrét. Hún verður ein á sviðinu í kvöld, "og sellóið fær að njóta sín".

Lífið

Salsakvöld á Kúbudögum

Kúbudagar standa nú yfir á Barnum, Laugavegi 22. Annað kvöld verður haldin salsakennsla þar sem Heiðar Ástvaldsson, ásamt félögum í dansskóla hans, kemur og stígur nokkur spor. Hefjast herlegheitin klukkan 21 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Lífið

Tónlist Bjarkar kveikti Íslandsáhugann

"Ég er yfir mig hrifinn af Íslandi og hef komið tvisvar til landsins. Ég fékk hugmyndina að sögunni þegar ég var síðast í Reykjavík og hélt áfram að þróa hana þegar ég kom aftur heim til Bandaríkjanna," segir Steve Murphy, höfundur myndasögunnar Umbra sem gerist á Íslandi. Sagan fjallar um ástkonurnar Freyju og Öskju sem komast í kast við harðsvíraða glæpamenn þegar þær rannsaka grunsamlegan líkfund úti á landi.

Lífið

Rannsókn á fjölkynngi til forna

Íslensk fræði Ítarlegasta rannsókn sem unnin hefur verið á rituðum heimildum um galdra í íslenskum fornbókmenntum er nú komin út á vegum Konunglegu Gústaf-Adolfs-akademíunnar fyrir sænska alþýðumenningu (Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur).

Lífið

Sungið fyrir mótatimbri

Helsta markmið sjálfboðaliðasamtakanna Bergmáls er að hlúa að krabbameinssjúkum og öðru langveiku fólki en samtökin hafa um áraraðir boðið fólki til orlofsdvalar að Sólheimum í Grímsnesi. Á morgun verða haldnir styrktartónleikar í Hafnarborg þar sem safnað verður fyrir málefnið og byggingu nýs orlofshúss.

Lífið

Morðgáta á uppdiktuðu Íslandi

Skáldsagan Icelander eftir bandaríska rithöfundinn Dustin Long vekur kátínu og hrifningu hjá gagnrýnendum sínum og lesendum en þessi margraddaða saga gerist í samnefndu en skálduðu landi.

Lífið

Simpsons besti þátturinn á Emmy

Þáttur Simpsons-fjölskyldunnar, The Seemingly Neverending Story, hlaut Emmy-verðlaunin sem besti teiknaði sjónvarpsþátturinn í bandarísku sjónvarpi. Báru hinir gulu fjölskyldumeðlimir sigurorð af háðsdeilu South Park um Vísindakirkjuna og Tom Cruise en trúarsöfnuðurinn hótaði framleiðendum þáttanna lögsókn og meiðyrðamálum.

Lífið

Margir eldklárir keppa í hrútaþukli

Færustu hrútaþuklarar landsins leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir árlegt meistaramót í hrútaþukli sem haldið verður á Ströndum um helgina. Fer mótið fram í Sauðfjársetrinu í Sævangi, skammt sunnan við Hólmavík, og má eiga von á að hundruð manna leggi leið sína á mótið.

Lífið

Magni syngur Nirvana

Magni "okkar" Ásgeirsson syngur lagið Smells Like a Teen Spirit eftir grunge-kónganna í Nirvana í Rock Star: Supernova þættinum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld en Magni verður annar á sviðið.

Lífið

Miðasala að hefjast

Miðasala á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst næsta föstudag, 25. ágúst, kl. 10:00 á öllum sölustöðum. Miðasalan er í höndum Miða.is og er fram á www.midi.is, www.bravo.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 580-8020.

Lífið

Lögin fara í óvæntar áttir

Hljómsveit Þóru Bjarkar treður upp á Kaffi Rósenberg annað kvöld og setur þannig tóninn fyrir Þóru Björk Þórðardóttur sem kastar um þessar mundir sjoppuhamnum og sest á skólabekk, enn á ný.

Lífið

Stjörnufans á IFF

Stórleikararnir Matt Dillon og Marisa Tomei eru væntanleg hingað til lands í næstu viku á vegum IFF - kvikmyndahátíðarinnar sem hefst 30. ágúst.

Lífið

Madonna ekki lögsótt

Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-fréttastofunnar.

Lífið

Kom óvænt fram

Poppprinsessan Britney Spears kom aðdáendum sínum og áhorfendum á verðlaunahátíðinni "Teen Choice awards" á óvart þegar hún steig á svið til að kynna atriði eiginmanns síns, Kevins Federline. Stúlkan er komin átta mánuði á leið en leit þrátt fyrir það vel út á sviðinu.

Lífið

Hótar að kæra

Leikarinn Owen Wilson hótar að kæra alla þá sem saka hann um að vera valdur að skilnaði leikkonunnar Kate Hudson. Aðeins nokkrum dögum eftir að Hudson sagði frá skilnaði sínum og eiginmanns síns til sex ára, Chris Robinson, fóru af stað sögusagnir um meint ástarsamband hennar og Wilsons. Talsmenn leikaranna vilja ekki staðfesta orðróminn en fullvissa að Wilson hafi ekki átt neinn þátt í skilnaðinum. Wilson er búinn að ráða lögfræðing sem sér um að kæra alla þá sem halda öðru fram.

Lífið

Blómlegt í Hveragerði

Næstkomandi fimmtudag hefjast Blómstrandi dagar í Hveragerði en í þeim blómlega bæ verður lífleg dagskrá alla helgina. Á fimmtudagskvöld heldur Hulda Jónsdóttir fiðluleikari tónleika í Hveragerðiskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni en í Leikfélagshúsinu leikur hljómsveitin Andrúm og Jazzband Suðurlands hjá Café Kidda Rót.

Lífið

Baltasar náði ekki að skora

Baltasar Kormákur náði ekki að skora mark fyrir Neista á Hofsósi í sumar, eins og hann ætlaði sér, en síðasta umferð 3. deildar karla í knattspyrnu var leikin um helgina. Baltasar hefur þrjú síðustu ár leikið með liði Neista og þegar Fréttablaðið ræddi við hann fyrr í sumar var hann staðráðinn í því að skora mark. Það tókst hins vegar ekki.

Lífið

Erfitt að dansa í takt

Hljómsveitin Moskvitsj lýkur sumarvertíð sinni á Íslandi í kvöld með tónleikum á Kaffi Cultura. Þetta eru síðustu forvöð fyrir aðdáendur sveitarinnar að sjá hana þetta árið því tveir fimmtu hlutar Moskvitsj flytjast til Svíþjóðar á morgun og leggst sveitin þar með í vetrardvala.

Lífið

Matt Dillon og Marisa Tomei væntanleg til landsins

Stórstjörnurnar Matt Dillon og Marisa Tomei koma til Íslands í næstu viku í tilefni af opnun Iceland film festival þann 30. ágúst. Einnig er það staðfest að opnunarmynd hátíðarinnar er kvikmyndin Factotum eftir norska leikstjórann Bent Hamer, en þau Matt og Marisa leika aðalhlutverkin í þessar splunkunýju og stórgóðu mynd.

Lífið

Supernova í slæmum málum

Rokkbandið Supernova hefur ákveðið að fara í mál við nafna sína í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur er á Skjá einum en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda Magni "okkar“ Ásgeirsson að gera góða hluti þar vestra.

Lífið

Klúbbakvöld á Broadway

Hinir einu sönnu Josh Gabriel og Dave Dresden, eða dúóið Gabriel & Dresden, ætla að trylla dansþyrsta íslendinga á Broadway föstudaginn 25. ágúst. Plötusnúðarnir, sem eru frá San Francisco, hafa slegið í gegn um heim allan og hafa þeir tekið ákvörðun að koma til íslands og spila á Flex Music kvöldi á Broadway.

Lífið

Geitur og kirkjukaffi

Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, verður opið frá 14.00 – 22.00 á Menningarnótt. Þar munu Hjálparstarf kirkjunnar, Skálholtsútgáfan og Biskupsstofa bjóða upp á kirkjukaffi og léttar veitingar um leið og starfið verður kynnt með lifandi hætti.

Lífið

Þrjár Idol stjörnur skemmta gestum

Laugardaginn 19. ágúst ætla Idolstjörnunar Bríet Sunna, Ingó og hvíti kóngurinn sjálfur,Snorri, að taka lagið í aðalútibúi KB banka við Austurstræti 5. Krakkarnir hafa haft nóg að gera síðan Idolinu lauk og hafa heldur betur stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf.

Lífið

Símon leikur á Gljúfrasteini

Á sunnudaginn er komið að næst síðustu tónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. Að þessu sinn i mun gítarleikarinn Símon H. Ívarsson leika blóðheita og suðræna tóna, ættaða frá Andalúsíu á Spáni. Verkin á efnisskránni eru eftir nokkur af helstu tónskáldum Spánverja, þá Gaspar Sanz, E. Granados, Manual de Falla og Isack Albeniz

Lífið

Greifarnir á Salatbarnum og Players

Hljómsveitin Greifarnir verður með tónleika á Players Kópavogi á menningarnótt eftir miðnætti. Greifarnir munu leika öll sín gömlu og góðu lög sem allir þekkja í bland við nýtt efni sem væntanlegt er frá hljómsveitinni með haustinu. Þess má geta að Greifarnir munu hita upp fyrir kvöldið með því að taka lagið órafmagnaðir á Salatbarnum Faxafeni 9, í hádeginu.

Lífið

Unglingar vega og meta íslenska list

Elstu nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur fengu í sumar menningarfræðslu í Hafnarhúsinu. Unglingarnir skoðuðu ólík listform og reyndu aðstandendur fræðslunnar að leiða þeim fyrir sjónir miklivægi lista í daglegu lífi.

Lífið

Hljómsveitin Miri stígur á stokk

Hljómsveitin Miri leikur í dag á hljómleikum í gallerí humar & frægð kl. 17. Klukkan 21.00 hefjast svo tónleikar í tónleikaröð Smekkleysu og Reykjavík Grapevine ásamt Lödu Sport og Bertel. Þeir tónleikar verða haldnir á Amsterdam og kostar 500 kr. inn.

Lífið