Lífið

Vann jeppa til afnota í eitt ár

Bjartmar Bjarnason vann jeppa til afnota í eitt ár.
Bjartmar Bjarnason vann jeppa til afnota í eitt ár.

Bylgjan og N1 fóru í ferð suður á Keflavíkurflugvöll um hádegi föstudaginn 31. ágúst til að afhenda Bjartmar Bjarnasyni glænýjan Nissan Pathfinder jeppa frá Ingvari Helgasyni til afnota í heilt ár með tryggingum. Bjartmar datt í lukkupottinn eftir að hafa skilað inn fullstimpluðu Vegabréfi í Vegabréfaleik N1 sem gekk í allt sumar.

Bjartmar var við smíðavinnu í flugstöð Leifs Eiríkssonar og vissi ekki af vinningnum fyrr en Ívar Guðmundsson á Bylgjunni var búinn að hringja í hann og fá hann til að ganga út og kíkja á grillið sem hann sagði Bjartmari að hann hefði unnið í leiknum. Bjartmar spurði Ívar af hverju verið væri að keyra grillið alla þessa leið til hans og hvernig hann ætti að koma því heim.

Ívar sagði honum að það yrði ekkert mál fyrir hann að koma grillinu heim. Skömmu síðar stóð Bjartmar fyrir framan jeppann sinn og Ívar tilkynnti honum að hann mætti fá hann til afnota í heilt ár. Bjartmar var að vonum glaður og afar þakklátur en sagði þó í gríni hvort hann fengi ekki að halda jeppanum lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.