Lífið

Clooney segist ekki vera veikur

Mjósleginn
Mjósleginn MYND/Getty

Menn hafa velt vöngum yfir því undanfarið hvort hjartaknúsarinn George Clooney sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. Leikarinn þykir hafa hríðhorast og náðust nýlega af myndir af honum á strönd í Ítalíu með innfallinn maga.

 

Jakkafötin lafa utan á kappanumMYND/Getty

Hann vísaði þeim sögusögnum á bug á blaðamannafundi sem haldinn var fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum sem hófst á miðvikudag. Hann sagðist einfaldlega bara vera svona duglegur að hreyfa sig.

Með ögn bústnari kinnar í september 2005MYND/Getty
Clooney bætti töluvert á sig fyrir myndina Syriana árið 2005 en hefur síðan stundað líkamsræktina af kappi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.