Lífið

Law ekki ánægður með frammistöðu sína í Alfie

Jude á fundinum
Jude á fundinum MYND/Getty

Á blaðamannfundi sem haldinn var fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum sagði Jude Law að eftir á að hyggja hafi hann viljað breyta ýmsu við myndina sem er nútímaútgáfan af upprunalegu Alfie myndinni.

"Hlutverkið var mikil áskorun fyrir mig því ég hafði aldrei leikið svona karakter áður, "sagði leikarinn. "Útkoman varð ekki alveg eins og ég hafði óskað mér."

Í nýjustu mynd sinni, Sleuth, leikur Law ungan leikara sem heldur við gifta konu. Aðspurður um hvaða reynslu úr lífi sínu hann hafi nýtt til að lifa sig inn í hlutverkið sagðist hann aldrei nota eigin reynslu á meðvitaðan hátt. "Ég reyni að gera mér grein fyrir innihaldi handritsins og fylgi því og leikstjóranum."

Law kann greinilega að koma fyrir sig orðinu en líklega var blaðamaðurinn að fiska eftir því hvort einhver af margumtöluðu ástarævintýrum og framhjáhöldum leikarans hafi veitt honum innblástur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.