Lífið

Bassaleikarafaraldur við Grettisgötuna

Tómas Tómason: Dvelur á Akureyri þar sem aðdáendasíða hans var formlega opnuð um helgina.
Tómas Tómason: Dvelur á Akureyri þar sem aðdáendasíða hans var formlega opnuð um helgina.

"Þetta er alls ekki mér að kenna," segir Tómas Tómasson bassaleikari Stuðmanna en nú búa fjórir bassaleikarar við Grettisgötuna. Auk Tómasar eru þetta Egill Ólafsson Stuðmaður, Georg Hólm í Sigurrós og Baldvin Sigurðsson sem fyrrum gerði garðinn frægann með Baraflokknum.

"Ég hef frétt að íhaldsamari íbúar við götuna hyggist efna til undirskriftasöfnunnar gegn þessum faraldri," segir Tómas. "Ég tel að það sé runnið undan rifjum þeirra tveggja gítarleikara sem búa við götuna og telja á sig hallað." Hér á Tómas við þá Júlíus Agnarsson og Edda Lár.

Annars er það helst að frétta að Tómas er nú á Akureyri þar sem hann var viðstaddur formlega opnun á aðdáendasíðu sinni á netinu en hana er að finna á tommibestur.blogspot.com.

Síðasta færslan á síðunni hljóðar svo: "Það sást til Tómasar Tómassonar á Akureyri í gær, en engum sögum fer um það hvort að stuðmenn séu að spila þessa helgi.

Aðspurður sagði Tómas "Þetta er búið að vera helvíti á jörðu" Akureyri átti að vera griðarstaður fræga fólksins en hér er manni bara klappað á öxlina af hverjum sem er, til dæmis var ég ekki fyrr sestur að kaffidrykkju í gær þegar einhver píanóglamrari vatt sér upp að mér og sagðist heita jón ólafs, hver er það svosem sagði Tómas. "Allir virðast þekkja mig" sagði meistarinn, sem heldur sig mest innan húss þessa helgina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.