Leynilögreglumaður eldar pylsusúpu á Ljósanótt 1. september 2007 11:00 Leynilegt verkefni Þau Kristlaug og Loftur hafa gert súpuna undanfarin ár og hefur hún mælst einstaklega vel fyrir. Loftur er hér byrjaður að brugga hinn magnaða seið en Kristlaug er aldrei langt undan. Ýmsir viðburðir Ljósanætur í Reykjanesbæ rata ekki í formlega dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess er árleg súpu- og pylsugerð leynilögreglumannsins Lofts Kristjánssonar og konu hans Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur rithöfundar. Þau hjónin gera um 50 lítra af súpunni og eiga von á fjölda fólks í mat. „Við erum búin að gera þetta í 5-6 ár,“ segir Kristlaug. „Í fyrra komu um 80 manns í gumbó súpuna og flestir komu tvisvar, fyrst í kvöldmat og svo aftur eftir flugeldasýninguna. Við héldum að við hefðum gert nóg til að eiga afgang daginn eftir en það var ekki hægt að skafa dropa upp úr botni pottanna eftir daginn.“ Uppskriftin að súpunni er komin frá New Orleans en það tekur Loft 2-3 daga að útbúa hana. „Loftur fór til New Orleans fyrir 10 árum síðan og lærði súpugerðina af kokki þar,“ segir Kristlaug. „Hann sér alfarið um að gera súpuna, ég er bara aðstoðarkokkur. Reyndar hef ég reynt að gera hana af því að dagsdaglega er ég mun betri kokkur en hann. Ég varð þó að játa mig sigraða hvað súpuna varðar,“ segir Kristlaug og hlær. Helstu innihaldsefni súpunnar eru kjúklingur, “heilög þrenning” og svokallaðar anduille pylsur auk chili pipars og tabasco sósu. „Í þrenningunni er laukur, græn paprika og sellerí sem er sett í roux – smjörbollu sem er við það að brenna. Pylsurnar fást ekki hér á landi svo við þurfum að búa þær til og gerðum það um síðustu helgi. Svo byrjuðum við súpugerðina í fyrradag og ég er með þrjá potta á hlóðunum núna.“ Kristlaug segir að þau Loftur renni blint í sjóinn hvað fjölda gesta varðar. „Fyrir fimm árum síðan komu tíu manns og fjöldinn hefur vaxið ár frá ári. Kannski kemur enginn núna,“ segir hún og hlær. Hún segir að flestir gesta séu ættingjar eða vinir. „Stundum kemur fólk sem við þekkjum ekki neitt. Það eru allir velkomnir!“ Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Ýmsir viðburðir Ljósanætur í Reykjanesbæ rata ekki í formlega dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess er árleg súpu- og pylsugerð leynilögreglumannsins Lofts Kristjánssonar og konu hans Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur rithöfundar. Þau hjónin gera um 50 lítra af súpunni og eiga von á fjölda fólks í mat. „Við erum búin að gera þetta í 5-6 ár,“ segir Kristlaug. „Í fyrra komu um 80 manns í gumbó súpuna og flestir komu tvisvar, fyrst í kvöldmat og svo aftur eftir flugeldasýninguna. Við héldum að við hefðum gert nóg til að eiga afgang daginn eftir en það var ekki hægt að skafa dropa upp úr botni pottanna eftir daginn.“ Uppskriftin að súpunni er komin frá New Orleans en það tekur Loft 2-3 daga að útbúa hana. „Loftur fór til New Orleans fyrir 10 árum síðan og lærði súpugerðina af kokki þar,“ segir Kristlaug. „Hann sér alfarið um að gera súpuna, ég er bara aðstoðarkokkur. Reyndar hef ég reynt að gera hana af því að dagsdaglega er ég mun betri kokkur en hann. Ég varð þó að játa mig sigraða hvað súpuna varðar,“ segir Kristlaug og hlær. Helstu innihaldsefni súpunnar eru kjúklingur, “heilög þrenning” og svokallaðar anduille pylsur auk chili pipars og tabasco sósu. „Í þrenningunni er laukur, græn paprika og sellerí sem er sett í roux – smjörbollu sem er við það að brenna. Pylsurnar fást ekki hér á landi svo við þurfum að búa þær til og gerðum það um síðustu helgi. Svo byrjuðum við súpugerðina í fyrradag og ég er með þrjá potta á hlóðunum núna.“ Kristlaug segir að þau Loftur renni blint í sjóinn hvað fjölda gesta varðar. „Fyrir fimm árum síðan komu tíu manns og fjöldinn hefur vaxið ár frá ári. Kannski kemur enginn núna,“ segir hún og hlær. Hún segir að flestir gesta séu ættingjar eða vinir. „Stundum kemur fólk sem við þekkjum ekki neitt. Það eru allir velkomnir!“
Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp