Lífið

Rolling Stones í Heimsmetabók Guinness

Þrátt fyrir að meðlimir The Rolling Stones verði ekki yngri með árunum þá eru þeir enn að gera góða hluti og komust þeir síðast í Heimsmetabók Guinness fyrir best heppnaða tónleikaferðalag sögunnar.

Lífið

Leitað að óperustjörnum

Íslenska óperan leitar þessa dagana að söngnemendum til að taka þátt í næsta Óperustúdíói Íslensku óperunnar sem nú er haldið í fimmta sinn. Prufusöngur verður haldinn dagana áttunda og níunda október milli 10:30 og 14 í Íslensku óperunni. Í prufunni eru þátttakendur beðnir um að syngja aríu eftir Mozart eða annað frá sama tímabili og til að bóka tíma þarf að hringja í síma 511-6400.

Lífið

Clooney segir sambönd sín dauðadæmd

Hinn sykursæti Hollywoodleikari George Clooney hefur sagt nýju kærustu sinni Söruh Larson að hann muni aldrei giftast henni. „Sambönd mín eru dauðadæmd,“ hefur hann látið hafa eftir sér. Frá því að Clooney skildi við Taliu Balsam árið 1993 hefur hann verið í mörgum samböndum en ekkert þeirra hefur enst.

Lífið

Draumur framsóknarmannsins að eignast Land Rover

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur undanfarið sést þeysast um götur borgarinnar á glænýjum Land Rover Discovery jeppa. Aðspurður segir Björn það vera draum hvers framsóknarmanns að eignast slíkan bíl enda hafi Land Rover fylgt framsóknarmönnum til sjávar og sveita í áratugi.

Lífið

Síðustu atriðin á Airwaves að tínast inn

Síðustu atriðin í dagskrá Iceldand Airwaves hátíðarinnar, sem hefst eftir þrjár vikur, eru þessa dagana að tínast inni. Þar má nefna breska dúettinn Prinzhorn Dance School, skosku sveitina Theatre Fall, elektró píuna Roxy Cottontail frá New York og svo helstu vonarstjörnur Norðmanna og Svía í rokkinu en þær eru Ungdomskulen frá Noregi og Radio LXMRG frá Svíþjóð.

Lífið

Knightley þolir ekki sviðsljósið

Hollywoodleikkonan Keira Knightley segist í samtali við tímaritið Allure vera það meðvituð um sjálfan á rauða dreglinum og á öðrum samkomum að hún njóti sín ekki.

Lífið

Kate Moss trúlofuð

Kate Moss tilkynnti vinum sínum á sunnudag að hún og Jamie Hince, kærasti hennar til nokkurra vikna væru trúlofuð. "Ég elska hann og við erum trúlofuð," sagði ofurmódelið.

Lífið

Pavarotti minnst um heim allan

Röð minningarathafna um stórtenórinn Luciano Pavarotti hefst þann sjötta október næstkomandi en þá verður liðinn mánuður frá því að söngvarinn lést úr briskirtilskrabbameini. Sýningarnar fara fram í um 90 ítölskum menningarmiðstöðvum um heim allan og verða upptökur í eigu ítalska ríkissjónvarpsins meðal annars til sýnis.

Lífið

Elton John flæktur í barnaklámsrannsókn

Poppstjarnan Elton John á yfir höfði sér lögreglurannsókn eftir að ljósmynd sem hann lagði til á listasýningu hefur verið gerð upptæk af lögreglu. Yfirmaður The Baltic Centre For Contemporary Art í Gateshead ákvað að fjarlægja myndina í gær, degi áður en sýningin opnaði.

Lífið

Sex Pistols bæta við tónleikum

Breska pönkhljómsveitin The Sex Pistols sem halda mun þrjá tónleika í London í nóvember næstkomandi hefur ákveðið að bæta tveimur tónleikum við vegna mikillar eftirspurnar. Tónleikarnir þrír sem fara fram dagana 8-10 nóvember seldust upp á aðeins 15 mínútum.

Lífið

Hugleikur vinsæll í Finnlandi

Bók Hugleiks Dagssonar "Skould you be laughing at this?" hefur notið töluverðra vinsælda í Finnlandi eftir að hún kom þar út í síðasta mánuði. Fyrsta upplagið er uppselt en von er á öðru upplagi fyrir bókamessuna í Helsinki í næsta mánuði. Um tíma var bókin í efsta sæti á metsölulista Helsingin Sanomat stærsta dagblaðs í Finnlandi.

Lífið

Sutherland tekinn fyrir ölvunarakstur

Hollywoodstjarnan Kiefer Sutherland var handtekinn í dag fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Hann var stöðvaður um hádegisbilið í Los Angeles eftir að lögregla veitti því athygli að hann tók ólöglega U-beygju.

Lífið

Aðsókn á nýjustu mynd Tarantinos dræm í Bretlandi

Aðsókn á Death Proof, nýjustu mynd Quentin Tarantinos, hefur ekki verið eins mikil í Bretlandi og vonir stóðu til. Hún er um þessar mundir í sjötta sæti á aðsóknarlistanum og tekjur af miðasölu eru einungis um 51 milljón íslenskra króna. Til samanburðar þá voru tekjurnar af síðustu mynd Tarantinos, Kill Bill: Volume 2, um 530 milljónir strax fyrstu helgina eftir að hún var frumsýnd árið 2004.

Lífið

Herbert frelsaðist í gömlu hóruhúsi

Söngvarinn góðkunni Herbert Guðmundsson sem lengi hefur aðhyllst Búddatrú frelsaðist á dögunum til Kristinnar trúar í safnaðarheimili í Ármúla 23 þar sem áður var rekið vændishús.

Lífið

Beckham sameinast nýju stelpubandi

Victoria Beckham ætlar að koma fram sem gestasöngkona með stelpubandinu The Pussycat Dolls og telja menn þetta nýjasta útspil hennar til að koma sér a framfæri í Ameríkunni. Það hefur nefnilega gengið eitthvað brösulega en Viktoría og eiginmaður hennar David Beckham voru á dögunum valin ofmetnasta parið í tímaritinu Radar.

Lífið

Kompás til Írak

Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Kompáss, og Ingi R. Ingason, framleiðandi þáttarins, lögðu af stað til Bagdad í Írak í dag. Þeir munu dvelja í Írak í rúma viku. Þar ætla þeir að fylgjast með síðustu dögum Herdísar Sigurgrímsdóttur í starfi sem upplýsingafulltrúi NATO á vegum Íslensku friðargæslunnar í Írak.

Lífið

Pétur Ben í tónleikaferð um Danmörku

Tónlistamaðurinn Pétur Ben mun í næstu viku ferðast um Danmörku ásamt hljómsveit. Þann þriðja október heldur hann tónleika á Litla Vega í Kaupmannahöfn, daginn eftir verða tónleikar á Skræ í Álaborg og þann sjötta sama mánaðar treður hann upp í Voxhall í Árósum. Söngkonan Ólöf Arnalds verður með Pétri í för og hitar upp.

Lífið

Moss og Miller í hár saman

Kate Moss og Sienna Miller voru staddar í brúðkaupi sameiginlegs vinar í London um helgina. Það eitt og sér þykir varla frásögu færandi en þegar þegar ótæpilega mikið magn af áfengi var komið inn fyrir þeirra varir hitnaði verulega í kolunum og úr varð ærlegt stelpurifrildi.

Lífið

Garðar Thór og Diddú æfa fyrir stórtónleika í London

Garðar Thór Cortes og Diddú eru þessa stundina að leggja lokahönd á undirbúning fyrir stórtónleika í Barbican Centre í London sem haldnir verða annað kvöld. Garðar Thór er fyrsti Íslendingurinn sem heldur tónleika í þessum tónleikasal sem er talinn einn sá besti í heimi.

Lífið

Clooney og kærastan komin á ról eftir mótorhjólaslys

Hjartaknúsarinn George Clooney og nýja kærastan Sarah Larson eru strax risin upp af sjúkrabeðinu eftir mótorhjólaslys sem þau lentu í síðastliðinn föstudag. Þau mættu að minnsta kosti galvösk á frumsýningu nýjustu myndar Clooneys, Michael Clayton, í New York í gær.

Lífið

Útvarpsstjörnur á skólabekk

Morgunhaninn Heimir Karlsson sem flestir kannast við úr Íslandi í bítið og eins úr íþróttaþættinum 442 er sestur á skólabekk ásamt kollega sínum Kristjáni Frosta Logasyni sem lengi hefur verið útvarpsmaður á X-inu. Þeir félagar skráðu sig báðir í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands í haust og hafa byrjað önnina með miklum trukki.

Lífið

Prins Jóakim reykir tvo pakka á dag

Prins Jóakim hinn danski reykir nú tvo pakka af sígarettum á dag. Sígaretturnar eru sérframleiddar fyrir prinsinn hjá Skandinavisk Tobakskompagni og fær hann þær í pökkum sem merktir eru einkennismerki hans og undirskrifinni H.K.H. Prins Joachim. Að sjálfsögðu er einnig hin hefðbundna aðvörun um hve heilsuspillandi sígarettur eru á pökkunum.

Lífið

Tyson aftur á leið í fangelsi

Mike Tyson fyrrum heimsmeistari í þungavikt í hnefaleikum er aftur á leið í fangelsi. Í þetta sinn fyrir kókaín-neyslu og að hafa haft kókaín undir höndum. Tyson kvaðst sekur af þessum gælpum við fyrirtöku málsins í dag hjá héraðsdómi í Arizona. Hann gæti fengið meir en fjögurra ára dóm.

Lífið

Aguilera kaupir hús Osbourne hjónanna

Ozzy Osbourne og eiginkona hans Sharon hafa selt hús sitt í Beverly Hills þar sem raunveruleikaþættirnir um fjölskylduna voru teknir upp. Það var ólétta poppstjarnan Christina Aguilera sem keypti af þeim húsið á tæplega 750 milljónir íslenskra króna.

Lífið

Berst fyrir Bobby í Bandaríkjunum

Einkaþjálfarinn Raul Rodriguez, sem um tíma var áberandi í íslensku þjóðlífi en er nú búsettur í Los Angeles, vinnur nú hörðum höndum að því að hreinsa skáksnillinginn og íslenska ríkisborgarann Bobby Fischer af öllum sökum svo að hann geti heimsótt sitt gamla föðurland.

Lífið

Hamskiptin frumsýnd á fimmtudag

Hamskiptin eftir Franz Kafka verða frumsýnd á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn næstkomandi. Um er að ræða nýja íslenska uppfærslu á sýnungu leikhópsins Vesturports sem frumsýnd var í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London í fyrra og hlaut góðar viðtökur.

Lífið

Goody viðurkennir að hafa verið háð megrunarpillum

Breska Big Brother stjarnan Jade Goody viðurkennir að hafa um langt skeið verið háð megrunarpillum en hún hefur lengi átt í baráttu við aukakílóin. Goody missti tugi kílóa eftir að hún varð fræg fyrir þátttöku sína í Big Brother árið 2002 en hefur eftir það ýmist blásið út eða skroppið saman.

Lífið