Lífið

Pétur Ben í tónleikaferð um Danmörku

MYND/365

Tónlistamaðurinn Pétur Ben mun í næstu viku ferðast um Danmörku ásamt hljómsveit. Þann þriðja október heldur hann tónleika á Litla Vega í Kaupmannahöfn, daginn eftir verða tónleikar á Skræ í Álaborg og þann sjötta sama mánaðar treður hann upp í Voxhall í Árósum. Söngkonan Ólöf Arnalds verður með Pétri í för og hitar upp.

Pétur hefur þegar vakið athygli í Danmörku og fengið lof gagnrýnenda en hann hefur haldið tónleika á Loppen og síðast á SPOT festival.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.