Lífið

Björk syngur á tröppum Óperuhússins í Sydney

MYND/Getty Images

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir mun syngja á tröppum Óperuhússins í Sydney á borgarhátíð þann 23. janúar næstkomandi. Frá þessu er greint á vef ástralska dagblaðsins Sydney Morning Herald.

Þar kemur enn fremur fram að Björk muni syngja fyrir um fimm þúsund manns og að þetta verði einn af hápunktum Sydney-hátíðarinnar árið 2008. Björk mun flytja lög af plötu sinni Volta ásamt eldra efni. Miðasala hefst þann 2. nóvember, daginn eftir að dagskrá hátíðarinnar liggur fyrir.

Auk Bjarkar mun Brian Wilson, einn af forsprökkum Beach boys, skemmta á hátíðinni. Björk mun skemmta á svokölluðu Forecourt-sviði sem er utan dyra við Óperuhúsið og tekur 400-6500 manns í sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.