Lífið

Goody viðurkennir að hafa verið háð megrunarpillum

MYND/Getty

Breska Big Brother stjarnan Jade Goody viðurkennir að hafa um langt skeið verið háð megrunarpillum en hún hefur lengi átt í baráttu við aukakílóin.

 

Ekki upp á sitt besta í maí 2006MYND/Getty

Goody missti tugi kílóa eftir að hún varð fræg fyrir þátttöku sína í Big Brother árið 2002 en hefur eftir það ýmist blásið út eða skroppið saman. Hún kom síðast fram í Celebrity Big Brother á þessu ári. Í viðtali við ITV sjónvarpsstöðina segist hin tveggja barna einstæða móðir hafa skemmt líkama sinn á neyslunni en pillurnar innihalda meðal annars amfetamín.

Í fínu í nóvember 2005MYND/Getty

Jade hefur átt erfitt ár en hún missti nýlega fóstur og hætti með kærastanum Jack Tweed. Eftir það missti hún aftur stjórn á þyngdinni.

Í viðtalinu sem sýnt verður í næsta mánuði ræðir Goody opinskátt um þyngd sína en heldur því staðfastlega fram að hún láti nú lyfin eiga sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.