Lífið

Clooney og kærastan komin á ról eftir mótorhjólaslys

MYND/Getty

Hjartaknúsarinn George Clooney og nýja kærastan Sarah Larson eru strax risin upp af sjúkrabeðinu eftir mótorhjólaslys sem þau lentu í síðastliðinn föstudag. Þau mættu að minnsta kosti galvösk á frumsýningu nýjustu myndar Clooneys, Michael Clayton, í New York í gær. Sarah sem fótbrotnaði í slysinu studdist við hækjur en Clooney sem rifbeinsbrotnaði bar sig vel þrátt fyrir nokkra plástra og skrámur hér og hvar.

Parið hafði leigt sér Harley Davidson hjól og keyrði á því um götur New Jersey. Clooney vill svo meina að ökumaður bílsins sem þau lentu í árekstri við hafi gefið merki um að hann ætlaði að beygja til vinstri en að hann hafi svo beygt til hægri. Á hinn boginn segir bílstjórinn að Clooney hafi reynt að troða sér framhjá honum.

Fall er fararheill. Þess er kannski að vænta að sambandið endist eftir þessa brösulegu byrjunMYND/Getty

Clooney og kærastan ætla þó ekki að láta atvikið á sig fá og segjast alls ekki hætt að þeysast um á mótorhjólum. „Við gefumst ekki svo glatt upp," sagði Clooney þegar hann var spurður út í atvikið af fréttamanni. Honum virtist þó heldur brugðið á slysstað.

David Sciumbata sem varð vitni af slysinu segir að í fyrstu hafi litið út fyrir að Sarah væri alvarlega slösuð og fékk hún meðal annars stóran skurð í andlit. „Mér fannst þetta líta út eins og Clooney og það var mjög falleg stúlka með honum. Hann virtist mjög umhyggjusamur, stumraði yfir henni og sagði að allt færi vel," segir Sciumbata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.