Lífið

Aguilera kaupir hús Osbourne hjónanna

MYND/Getty

Ozzy Osbourne og eiginkona hans Sharon hafa selt hús sitt í Beverly Hills þar sem raunveruleikaþættirnir um fjölskylduna voru teknir upp. Það var ólétta poppstjarnan Christina Aguilera sem keypti af þeim húsið á tæplega 750 milljónir íslenskra króna.

Osbourne hjónin eru þó langt frá því að vera heimilislaus en þau hafa fest kaup á 780.000 milljón króna villu í Hidden Hills, nærri Los Angeles. Nýja heimilið skartar 6 svefnherbergjum, tíu baðherbergum og sundlaug. Þá eru nágrannarnir ekki af verri endanum en meðal annars má nefna bondgelluna Denise Richards, Friendsleikarann, Matt Le Blanc og svo Lisu Marie Presley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.