Lífið

Kompás til Írak

Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Kompáss, og Ingi R. Ingason, framleiðandi þáttarins, lögðu af stað til Bagdad í Írak í dag. Þeir munu dvelja í Írak í rúma viku. Þar ætla þeir að fylgjast með síðustu dögum Herdísar Sigurgrímsdóttur í starfi sem upplýsingafulltrúi NATO á vegum Íslensku friðargæslunnar í Írak.

Herdís mun fræða þá um starf sitt og ástandið í Írak en hún hefur dvalið á græna svæðinu í Bagdad í um hálft ár. Þá munu Kristinn og Ingi einnig fara um Bagdad og nærliggjandi borgir í fylgd hersveita. Afraksturinn verður sýndur í Kompási í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.