Lífið

Aðsókn á nýjustu mynd Tarantinos dræm í Bretlandi

Tarantino sem leikstýrir myndinni er hér ásamt leikkonunni Zoe Bell
Tarantino sem leikstýrir myndinni er hér ásamt leikkonunni Zoe Bell MYND/Getty

Aðsókn á Death Proof, nýjustu mynd Quentin Tarantinos, hefur ekki verið eins mikil í Bretlandi og vonir stóðu til. Hún er um þessar mundir í sjötta sæti á aðsóknarlistanum og tekjur af miðasölu eru einungis um 51 milljón íslenskra króna. Til samanburðar þá voru tekjurnar af síðustu mynd Tarantinos, Kill Bill: Volume 2, um 530 milljónir strax fyrstu helgina eftir að hún var frumsýnd árið 2004. Auk þess vermdi hún toppsætið í tvær vikur.

Á toppnum er nú grínmyndin Fatboy með Simon Pegg's þriðju vikuna í röð en Atonement með Keiru Knightley vermir annað sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.