Lífið

Hamskiptin frumsýnd á fimmtudag

MYND/Eggert Jónsson

Hamskiptin eftir Franz Kafka verða frumsýnd á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn næstkomandi. Um er að ræða nýja íslenska uppfærslu á sýnungu leikhópsins Vesturports sem frumsýnd var í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London í fyrra og hlaut góðar viðtökur. Leikgerð sögunnar og leikstjórn sýningarinnar er í höndum Gísla Arnar Garðarssonar og Davids Farr.

Í Hamskiptunum segir frá sölumanninum Gregor Samsa sem vaknar upp einn morguninn í líki risavaxinnar bjöllu. Hamskipti þessi hafa að vonum mikil áhrif á Samsa-fjölskylduna sem sogast á svipstundu inn í einkennilega martröð. Gísli Örn fer með hlutverk Gregors en óvanaleg líkamsbeiting hans vakti mikla athygli þegar verkið var sýnt í London. Bakgrunnur Gísla í fimleikum nýtist vel í sýningunni og leikið er með ýmis lögmál eðlisfræðinnar.

Með aðalhlutverk fara sömu leikarar og í London, sem eru auk Gísla Arnar þau Nína Dögg Filippusdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Þá taka tveir af leikurum Þjóðleikhússins, þau Elva Ósk Ólafsdóttir og Ólafur Egill Egilsson, þátt í sýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.