Lífið

Beckham sameinast nýju stelpubandi

MYND/Getty

Victoria Beckham ætlar að koma fram sem gestasöngkona með stelpubandinu The Pussycat Dolls og telja menn þetta nýjasta útspil hennar til að koma sér a framfæri í Ameríkunni. Það hefur nefnilega gengið eitthvað brösulega en Viktoría og eiginmaður hennar David Beckham voru á dögunum valin ofmetnasta parið í tímaritinu Radar.

Victoria mun með þessu bætast í hóp söngkvenna á borð við Carmen Electra, Britney Spears og Christinu Aguileru sem allar hafa verið gestasöngvarar hjá stelpubandinu.

 

Stelpubandið The Pussycat DollsMYND/Getty

Stelpurnar í The Pussycat Dolls sóttust eftir því að fá Victoriu í lið með sér en þær eru allar miklir aðdáendur Spice Girls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.