Lífið

Leitað að óperustjörnum

Frá uppfærslu Óperustúdíósins síðasta vor á Suor Angelica eftir Giacomo Puccini.
Frá uppfærslu Óperustúdíósins síðasta vor á Suor Angelica eftir Giacomo Puccini. MYND/Íslenska óperan

Íslenska óperan leitar þessa dagana að söngnemendum til að taka þátt í næsta Óperustúdíói Íslensku óperunnar sem nú er haldið í fimmta sinn. Prufusöngur verður haldinn dagana áttunda og níunda október milli 10:30 og 14 í Íslensku óperunni. Í prufunni eru þátttakendur beðnir um að syngja aríu eftir Mozart eða annað frá sama tímabili og til að bóka tíma þarf að hringja í síma 511-6400.

Óperustúdíóið setur upp óperu í fullri lengd á hverju ári og fá nemendur við söng- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu þar tækifæri til að spreyta sig á sviði óperunnar. Næsta frumsýning er áætluð um mánaðarmótin mars-apríl 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.