Lífið

Sex Pistols bæta við tónleikum

Hljómsveitin árið 1976
Hljómsveitin árið 1976 MYND/Getty

Breska pönkhljómsveitin The Sex Pistols sem halda mun þrjá tónleika í London í nóvember næstkomandi hefur ákveðið að bæta tveimur tónleikum við vegna mikillar eftirspurnar. Tónleikarnir þrír sem fara fram dagana 8-10 nóvember seldust upp á aðeins 15 mínútum.

Hljómsveitin býður nú upp á aukatónleika þann 12. nóvember á Brixton Academy og þann 17. nóvember á Manchester's MEN Arena.

Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að plata þeirra Never Mind The Bollocks kom út. Hljómsveitin hætti árið 1978 en kom aftur saman árið 1996 og fór í heimsreisu. Hún kom síðast saman árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.