Lífið

Herbert frelsaðist í gömlu hóruhúsi

Hebert ætlar að leggja Búdda til hliðar enda segir hann ekki hægt að þjóna tveimur herrum
Hebert ætlar að leggja Búdda til hliðar enda segir hann ekki hægt að þjóna tveimur herrum MYND/365

Söngvarinn góðkunni Herbert Guðmundsson sem lengi hefur aðhyllst Búddatrú frelsaðist á dögunum til kristinnar trúar í safnaðarheimili í Ármúla 23 þar sem áður var rekið vændishús.

„Kunningi minn bauð mér að koma á samkomu og ég ákvað að gefa kristninni séns," segir Herbert í samtali við Vísi. „Ég komst að því að í Ármúlanum fer fram frábært starf þar sem fullt af ungu fólki er saman komið. Bænafundir eru haldnir reglulega og mikið er spilað og sungið." Herbert segir að mikið af fólkinu sem sæki bænafundina hafi gengið í gegnum ýmsa erfiðleika en að þó sé fólk þarna með venjulegan bakgrunn.

Aðspurður um hvað varð til þess að hann frelsaðist segist Herbert hafa verið að horfa á helgileik tveggja stúlkna frá Belgíu. „Þær voru með leikþátt um síðustu klukkustundir Krists á krossinum. Allt í einu upplifði ég mikla vellíðunartilfinningu sem fór niður hnakkann og bakið og endaði með því að ég fylltist djúpum friði. Það var Jesú Kristur sem kom inn í mitt líf," segir Herbert.

Hebert segist nú bara vilja meira og ætlar að halda áfram að sækja bænafundi. Hann ætlar að leggja Búdda til hliðar enda segir hann ekki hægt að þjóna tveimur herrum. Hann tekur þó fram að hann beri engan kala í brjósti til Búdda og að hann hafi kennt honum margt.


Tengdar fréttir

Breyttu hóruhúsi í bænahús

Í Ármúla 23 eru nú reglulega haldnar fjölmennar samkomur fólks sem hefur frelsast til guðstrúar. Flestir eiga safnaðarmeðlimirnir það sameiginlegt að hafa lent upp á kant við lögin fyrr á lífsleiðinni. Húsnæðið sem hýsir bænahúsið var mikið í fréttum fyrir nokkru þegar því var slegið upp að þar væri rekið vændishús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.