Lífið

Bubbi sendi Hjálmar heim

Hjálmar Már Kristinsson var útilokaður frá þátttöku í Bandinu hans Bubba í kvöld. Hjálmar og Thelma Hafþórsdóttir enduðu neðst í vali áhorfenda og þurftu að syngja aftur.

Lífið

Gluggagægjur í sunnudagsbíltúrnum

Áhugi á fasteignum á Hæðinni hefur aukist töluvert í kjölfar samnefnds þáttar á Stöð 2. „Við finnum klárlega fyrir meðbyr, og höfum verið að selja fleiri eignir núna en fyrir mánuði," segir Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Húsakaupa, sem hefur stóran hluta hverfisins til sölu.

Lífið

From Oakland to Iceland frumsýnd á Skjaldborg

Það hefur nú verið staðfest að heimildamyndin From Oakland to Iceland: A Hip-Hop Homecoming verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni nú í maí næstkomandi. Myndin fjallar um heimkomu íslenska plötusnúðsins Illuga, sem hefur búið í Oakland í Kaliforníu frá barnsaldri og getið sér gott orð þar.

Lífið

Naomi sleppt úr haldi

Fyrirsætunni geðvondu, Naomi Campbell var sleppt úr fangelsi í nótt, eftir yfirheyrslur. Hún var handtekin á Heathrow flugvelli í gær eftir að henni var vísað frá borði Brititsh Airways flugvélar á leið til Los Angeles.

Lífið

Stjörnufans á Ólíver

Það var fjölmennt á opnunarpartýi skemmtistaðarins Ólíver í gær. Ölið rann í stríðum straumum og heyrðist á viðstöddum að margir gesta hafi nýtt sér það til hins ítrasta.

Lífið

Brúnkan skiptir máli í lífinu

Vel verður séð um útlit Júróbandsins á meðan þau dvelja í Serbíu. Þau Friðrik og Regína Ósk munu hafa sér til halds og traust förðunarmeistara, sem sér um að þau líti út eins og best verði á kosið.

Lífið

Albert Maysles heiðursgestur á Skjaldborg

Hinn goðsagnakenndi leikstjóri Albert Maysles verður heiðursgestur Heimildarmyndarhátíðarinnar Skjaldborgar þetta árið. Maysles er einn af kunnustu heimildarmyndagerðarmönnum samtímans og hefur ásamt bróður sínum og helsta samstarfsmanni David Maysles haft gríðarleg áhrif í faginu.

Lífið

Páll Rósinkranz dæmir rokkarana í Bandinu

Páll Rósinkranz verður gestadómari í Bandinu hans Bubba annað kvöld. Páll er flestum hnútum kunnugur í rokkinu, en hann hefur farið fyrir rokksveitinni Jet Black Joe í hálfan annan áratug. Lítið hefur farið fyrir henni undanfarin ár, en á meðan hefur Páll fóstrað sólóferil sinn og mokað út plötum.

Lífið

Amy hellir upp á fyrir paparassana

Eiturlyfin hafa ekki þurrkað upp góðmennskuna hjá Amy Winehoue. Á dögunum beið, eins og svo oft áður, hópur ljósmyndara fyrir utan heimili hennar í London. Kalt var í veðri, og skulfu paparassarnir á beinunum í vorloftinu.

Lífið

Úthaldið skiptir ekki öllu í kynlífinu

Kynlífsfræðingar í Bandaríkjunum hafa lagst í ítarlegar rannsóknir á kynlífsvenjum þar í landi og hafa þeir nú komist að því að ákjósanlegur tími til að verja í kynmök sé á bilinu þrjár til þrettán mínútur í senn.

Lífið

Sex leikarar túlkuðu Dylan

Dylan hefur verið heilmikið í sviðsjósinu undanfarið ár. Í ársbyrjun sýndi Græna ljósið nýja kvikmynd, I'M NOT THERE, um lífshlaup Dylan eftir Todd Haynes þar sem mismunandi æviskeið hans eru túlkuð af sex mismunandi leikurum, þar á meðal Cate Blanchett, Christian Bale, Heath Ledger og Richard Gere.

Lífið

Árni las fyrir börnin

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar heimsótti í morgun börnin á leikskólanum Tjarnarseli og las fyrir þau söguna af Gullbrá og birnunum þremur.

Lífið

Fékk nokkur símtöl vegna snekkju Saddams

Glögga lesendur Vísis hefur líkast til grunað að ekki væri allt satt og rétt í frétt okkar um að snekkja Saddams Hussein væri lögst við bryggju í Sundahöfn, og að Al Gore myndi gista þar á meðan hann dveldi á landinu.

Lífið

Umfangsmesta aprílgabb gærdagsins

Bílasalan Bílamarkaðurinn í Kópavogi átti sennilega besta aprílgabbið í ár. Þröstur Karelsson sölustjóri Bílamarkaðsins segir að ákveðið hefði verið að setja hálfsíðu auglýsingu í Fréttablaðið og var hönnuð heimasíða í tilefni þess að nýr fjármögnunaraðili í bílalánum væri komin á Íslenskan markað, Brabus Invest sem byði Íslendingum uppá bílalán á þýskum 4.15% vöxtum, með m.a. möguleika á að taka gamla lánið upp í.

Lífið

Þriggja ára afmæli Techno.is

Laugardagskvöldið 5. apríl mun Techno.is halda upp á 3ja ára afmæli sitt á Nasa við Austurvöll og í tilefni dagsins er aðgangur ókeypis.

Lífið

Idol keppandi fluttur á sjúkrahús

American Idol keppandinn David Cook var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að þættinum lauk. Cook hafði liðið illa um daginn, en snarversnaði eftir flutning sinn. Sjúkraliðar á staðnum skoðuðu Cook og komust að þeirri niðurstöðu að hann væri með allt of háan blóðþrýsting og þjáðist af hjartsláttartruflunum.

Lífið

Ásdísi boðið að hanna gallabuxnalínu

Aðstandendur keppninnar Is She Hot staðfestu í nótt það sem marga hafði grunað. Ásdís Rán hafði unnið þessa lotu Is She Hot? keppninnar, og þar með öðlast þáttökurétt í áströlskum raunveruleikaþætti, þar sem sigurlaunin eru milljón dollarar.

Lífið

Ólafur Ragnar bjargaði okkur úr kolabingnum

Í forsetatíð sinni hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verið í forystu um að umbreyta orkunotkun Íslendinga. Áður en hann tók við embætti voru aðalorkugjafar landsins kol og gas en í hans tíð hefur verið skipt yfir í endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og háhita. Frá þessu er greint á fréttavef CNN í gær, fyrsta apríl en ekki mun vera um gabb að ræða.

Lífið

Goðsögnin DJ Sammy á Íslandi

Flass 104,5 kynna með stolti einn sögufrægasta plötusnúð allra tíma, DJ SAMMY á Íslandi. Dj Sammy er maðurinn sem færði okkur lög eins og Heaven og Boys of Summer mun koma til Íslands og spila á þrennum tónleikum á vegum Steríó.

Lífið