Lífið

Fékk nokkur símtöl vegna snekkju Saddams

Glögga lesendur Vísis hefur líkast til grunað að ekki væri allt satt og rétt í frétt okkar um að snekkja Saddams Hussein væri lögst við bryggju í Sundahöfn, og að Al Gore myndi gista þar á meðan hann dveldi á landinu.

Pálmi Haraldsson, sem tók þátt í aprílgabbinu sem eigandi snekkjunnar sagði þó í samtali við Vísi að hann hefði fengið þónokkur símtöl vegna snekkjunnar.

Kunningjar Pálma voru ekki einir um að falla fyrir gríninu, og rak útsendari Vísis augun í nokkurn fjölda bíla sem keyrðu löturhægt fram hjá Viðeyjarferjuhöfninni í þeirri von að berja fleyið augum.

Þar var þó hvorki snekkjan góða, né mótmælendurnir sem Stefán Pálsson herstöðvarandstæðingur lofaði, enda tók hann þátt í gríninu.

Þess má geta að snekkjan er enn til sölu. Áhugasamir geta haft samband við þriðja samsærismann okkar, Vilhjálm Ólafsson fasteigna- og skipasala hjá Viðskiptahúsinu, hafi þeir áhuga á að fjárfesta í dollunni. Það er þó vissara að tæma sparibaukinn fyrst, en snekkjan er föl fyrir litla tvo milljarða króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.