Lífið

Úthaldið skiptir ekki öllu í kynlífinu

Kynlífsfræðingar í Bandaríkjunum hafa lagst í ítarlegar rannsóknir á kynlífsvenjum þar í landi og hafa þeir nú komist að því að ákjósanlegur tími til að verja í kynmök sé á bilinu þrjár til þrettán mínútur í senn.

Þessar niðurstöður, sem birtar verða í hinu virta tímariti The Journal of Sexual Medicine slá því út af borðinu kenningar um að úthaldið sé fyrir öllu.

Þeir sem gleðjast yfir þessum fregnum ættu þó að staldra við, því forleikurinn er ekki tekinn með í reikninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.