Lífið

Árni las fyrir börnin

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar heimsótti í morgun börnin á leikskólanum Tjarnarseli og las fyrir þau söguna af Gullbrá og birnunum þremur.

Tilefniðvar alþjóðlegur dagur barnabókarinnar og hafði ýmsum góðum gestum verið boðið í leikskólann til þess að lesa fyrir börnin.

Eiríkur Hermannsson framkvæmdastjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar las Sögur af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum sem börnunum þótti nokkuð sorgleg en að auki lásu Kolbrún Sveinsdóttir starfsmaður á bókasafninu og Ingibjörg Hilmarsdóttir sérkennslufulltrúi leikskóla fyrir tvo yngstu árgangana.

Bæjarstjórinn vakti mikla athygli, sér í lagi brúðurnar sem hann hafði með sér, en hann bauð börnunum að leika hlutverk sögupersónanna samhliða lestrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.