Lífið

Mannaveiðar var vinsælasta efnið í síðustu viku

Frá upptökum á Mannaveiðum.
Frá upptökum á Mannaveiðum. Mynd/ Reykjavíkfilms.is

Fyrsti þáttur íslensku glæpaþáttaraðarinnar Mannaveiða var vinsælasta sjónvarpsefni síðustu viku með 50% uppsafnað áhorf. Þetta er um 1,6% meira áhorf en þáttur 2 var með. Um 48% horfðu á Sunnudagskvöld með Evu Maríu og um 46% horfðu á fréttir Ríkissjónvarpsins.

Stuttur Frakki var vinsælasta sjónvarpsefni Stöðvar 2 með rúmlega 25% uppsafnað áhorf. Fréttir Stöðvar 2 voru með 23,6% áhorf og Ísland í dag með 23,4% áhorf.

Sjónvarpsþátturinn Bionic var vinsælasta efnið á Skjá einum með 19% uppsafnað áhorf, 18,7% horfðu á C.S.I. Miami og 17,9% horfðu á Life.

Tölurnar eru miðaðar við áhorf í aldurshópnum 12-80 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.