Lífið

Páll Rósinkranz dæmir rokkarana í Bandinu

Páll Rósinkranz verður gestadómari í Bandinu hans Bubba annað kvöld. Páll er flestum hnútum kunnugur í rokkinu, en hann hefur farið fyrir rokksveitinni Jet Black Joe í hálfan annan áratug. Lítið hefur farið fyrir henni undanfarin ár, en á meðan hefur Páll fóstrað sólóferil sinn og mokað út plötum.

Dómarar í bandinu hafa oftar en einu sinni borið keppendur saman við Palla, og verður því spennandi að sjá hvað hann hefur um keppendur og frammistöðu þeirra að segja annað kvöld.

Það var Birna Sif sem féll út í síðasta þætti, og eftir standa því fjórir keppendur, þau Arnar, Eyþór, Thelma og Hjálmar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.