Lífið

Þriggja ára afmæli Techno.is

Á Sander Van Doorn kvöldinu
Á Sander Van Doorn kvöldinu MYND/Kriz Dux

Laugardagskvöldið 5. apríl mun Techno.is halda upp á 3ja ára afmæli sitt á Nasa við Austurvöll og í tilefni dagsins er aðgangur ókeypis. Húsið opnar klukkan 23.00 og stendur dansveislan til 05:30. Fyrstu gestirnir fá fría drykki á meðan birgðir endast ásamt óvæntum glaðningum frá Techno.is.

Þetta kvöld munu koma fram plötusnúðarnir Dj Eyvi, Dj Arnar, Dj Frímann, Plugg'd, Exos og Dj Thor.

Techno.is varð til í febrúar 2005 og var tilgangur Techno.is frá upphafi að efla og stækka danstónlistarsenuna á Íslandi.

3. nóvember 2005 flutti Techno.is inn technodrottninguna Mistress Barbara og var Nasa valinn til að hýsa þann atburð. Húsið fylltist þetta kvöld og greinilegt að áhugi Íslendinga á danstónlist hafði sjaldan eða aldrei verið meiri. Á sama tíma hóf útvarpsþátturinn Techno.is göngu sína á Flass 104,5 og hefur þátturinn verið mjög mikilvægur hlekkur í starfi Techno.is síðan. Í kjölfarið stóð Techno.is fyrir mörgum eftirminnilegum klúbbakvöldum og má nefna nöfn eins og Marco Bailey, Roni Size, Monika Kruse, Anthony Pappa og Dj Lucca.

Þann 9. febrúar 2007 urðu svo straumhvörf á senunni þegar Techno.is hélt fjölmennasta klúbbakvöld sem haldið hafði verið á Íslandi þegar Sander Kleinenberg troðfyllti Broadway og mættu yfir 2.000 á þennan atburð. Eftir þetta kvöld varð ekki aftur snúið og upp úr því stóðu aðstandendur Techno.is fyrir komu tónlistarmanna eins og Fedde Le Grand, Pendulum, Dirty South, Timo Maas, Dj Tiesto, Benny Benassi og Sander Van Doorn. Techno.is mun halda áfram að starfa af jafn miklum metnaði og áður og halda áfram að flytja inn danstónlist á heimsmælikvarða um ókomna framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.