Lífið

Brúnkan skiptir máli í lífinu

Vel verður séð um útlit Júróbandsins á meðan þau dvelja í Serbíu. Þau Friðrik og Regína Ósk munu hafa sér til halds og traust förðunarmeistara, sem sér um að þau líti út eins og best verði á kosið.

Eins og fyrri ár sér förðunardaman um halda húðlit keppendanna gylltum. Friðrik Ómar það mikilvægt að skarta ekki fölbláu íslensku litarhafti á sviðinu. „Maður fær komment á það ef maður er fölur á sviði," segir Friðrik. Aðspurður hvort liturinn skipti í raun öllu þessu máli segir Friðrik: „Það er nú varla bara á sviðinu sjálfu, heldur í bara í lífinu öllu."

Því eru fyrrverandi keppinautar hans í Merzedes Club eins og frægt er orðið sammála, og maka á sig ofurbrúnku við hvert tækifæri. Það hljómar þó ekki líklega að Friðrik fylgir fordæmi þeirra. „Maður má ekki fara yfir strikið, það er hinn gullni meðalvegur sem gildir."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.