Lífið

Naomi sleppt úr haldi

Naomi er hress.
Naomi er hress.
Fyrirsætunni geðvondu, Naomi Campbell var sleppt úr fangelsi í nótt, eftir yfirheyrslur. Hún var handtekin á Heathrow flugvelli í gær eftir að henni var vísað frá borði Brititsh Airways flugvélar á leið til Los Angeles.

Töskur illfyglisins höfðu, eins og svo margar aðrar, týnst í hinni nýopnuðu flugstöðvarbyggingu númer fimm. Naomi var ekki hress, og hellti sér yfir starfsfólkið, sem sá ekki annan kost í stöðunni en að vísa henni frá borði. Ekki kættist fyrirsætan við það, og hrækti á lögregluþjón sem fylgdi henni frá borði.

Naomi hefur í seinni tíð verið jafnvel þekktari fyrir geðvonsku en fyrirsætustörf. Árið 2000 var hún kærð fyrir að ráðast á aðstoðarmann sinn í Toronto, en slapp með það að biðjast afsökunnar. Í fyrra lýsti hún sig seka af því að grýta húshjálp sína með farsíma í kjölfar rifrildis um týndar gallabuxur. Naomi var dæmd til að sinna samfélagsþjónustu og fara á reiðistjórnunarnámskeið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.