Lífið

Idol keppandi fluttur á sjúkrahús

American Idol keppandinn David Cook var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að þættinum lauk. Cook hafði liðið illa um daginn, en snarversnaði eftir flutning sinn. Sjúkraliðar á staðnum skoðuðu Cook og komust að þeirri niðurstöðu að hann væri með allt of háan blóðþrýsting og þjáðist af hjartsláttartruflunum.

Vefsíðan TMZ hefur eftir framleiðendum þáttarins að Cook hafi verið undir miklu álagi undanfarið. Bróðir hans þjáist af krabbameini og hrakaði mikið í síðustu viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.