Lífið

Gluggagægjur í sunnudagsbíltúrnum

Árakur er vinsæll viðkomustaður í sunnudagsbíltúrum.
Árakur er vinsæll viðkomustaður í sunnudagsbíltúrum.

Áhugi á fasteignum á Hæðinni hefur aukist töluvert í kjölfar samnefnds þáttar á Stöð 2. „Við finnum klárlega fyrir meðbyr, og höfum verið að selja fleiri eignir núna en fyrir mánuði," segir Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Húsakaupa, sem hefur stóran hluta hverfisins til sölu.

Hann viðurkennir þó að það séu breyttir tímar, og Húsakaup hafi tekið eftir því eins og aðrir að verulega hefur hægst um á fasteignamarkaði.

Húsakaup hafa allt hverfið til sölu fyrir utan einbýlishús neðst í hverfinu. Alls verða 335 íbúðir í hverfinu, og segir Jón 140-50 af þeim seldar. „Það er enn verið að byggja, og ekki mikið óselt af þeim sem eru tilbúnar til afhendingar," segir Jón. Aðspurður hvort sérstakur áhugi hafi verið sýndur íbúðunum þremur sem pörin á hæðinni innrétta nú segir hann svo ekki vera. Að minnsta kosti ekki af hugsanlegum kaupendum.

Öðru máli gegni hinsvegar um forvitinn almenning, sem fjölmennir á rúntinn í Árakri, líklega í þeirri von að berja íbúðir keppendanna augum. „Iðnaðarmennirnir þarna segja að það sé stöðug traffík þarna framhjá. Þetta er vinsæll bíltúr," segir Jón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.