Lífið

Stjörnufans á Ólíver

Það var fjölmennt á opnunarpartýi skemmtistaðarins Ólíver í gær. Ölið rann í stríðum straumum og heyrðist á viðstöddum að margir gesta hafi nýtt sér það til hins ítrasta.

Meðal þeirra sem fögnuðu opnuninni voru þeir Jón Ólafsson vatnskóngur og Kristján sonur hans, ásamt Orra Helgasyni og Einari framkvæmdastjóra miða.is. Vertarnir Guffi á Gullfossi og Ófeigur á Hverfisbarnum brögðuðu á sýnishornum af nýjum matseðli Ólíver, og Logi Bergmann, Auddi Blöndal og Ásgeir Kolbeins ræddu landsins gagn og nauðsynjar.

Athygli vakti hve spengilegur stjörnulögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson er orðinn en hann mun stunda ræktina stíft og hafa létt sig um tugi kílóa. Hann átti í hrókasamræðum við Andrés Pétur Rúnarsson.

Heldur sást til fárra kvenna þetta kvöldið en þær Ragga útvarpskona á Bylgjunni og Ragnheiður Guðfinna heiðruðu staðinn þó með nærveru sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.