Lífið

Fékk ekki milljarðamæringafílinginn

Vélin sem ferjaði þotuliðið til og frá Búkarest. Mynd/ Stefán.
Vélin sem ferjaði þotuliðið til og frá Búkarest. Mynd/ Stefán.

Reffileg einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli um sexleytið í dag með þau Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra um borð. Leiðtogafundi NATO lauk í dag og að honum loknum hélt hópurinn fríði beint heim til Íslands, með stuttri viðkomu í Noregi. Með í för var Guðjón Helgason, fréttamaður Stöðvar 2.

„Nei, ég myndi ekki segja það," sagði Guðjón og brosti í kampinn þegar Vísir spurði hann hvort honum hefði liðið eins og milljarðamæringi í fluginu. Hann sagði þó að maturinn hefði verið fínn og útsýnið ágætt. „En ég get sagt að öryggisgæslan var mjög mikil og ég held að það hafi sparað mjög mikinn tíma að ferðast með einkaflugvél," segir Guðjón.

Hefð er fyrir því að viðskiptajöfrar á borð við Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfsfeðga og Hannes Smárason ferðist með einkaþotum, en það þykir víst nýmæli að ráðherrar ferðist með þessum hætti á kostnað skattgreiðenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.