Lífið

From Oakland to Iceland frumsýnd á Skjaldborg

Það hefur nú verið staðfest að heimildamyndin From Oakland to Iceland: A Hip-Hop Homecoming verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni nú í maí næstkomandi. Myndin fjallar um heimkomu íslenska plötusnúðsins Illuga, sem hefur búið í Oakland í Kaliforníu frá barnsaldri og getið sér gott orð þar.

Myndir fylgir Illuga eftir á 3 vikna tónleikaferðalagi um Ísland þar sem hann sýndi hæfni sína sem „scratch" og „trick" plötusnúður og skoðar íslensku hip-hop senuna með augum aðkomumannsins.

Illugi, eða DJ Platurn eins og hann kallar sig, kemur til landsins til að vera viðstaddur frumsýninguna og mun hann að því tilefni spila á tónleikum á Íslandi, meðal annars á Vegamótum þann 16. maí. Illugi er þekktur plötusnúður Vestanhafs þar sem hann var meðal annars nýlega á forsíðu DJ Times og spilaði fjórum sinnum á SXSW. Hann er hluti af Oakland Faders Crew frá Oakland, sem hefur unnið til verðlauna á hátíðum erlendis fyrir sinn sérkennilega „battle" stíl í plötusnúðakeppnum. Hann hefur einnig verið valinn besti plötusnúður Norður Kalíforníu nokkur ár í röð af virtu menningarblaði í Kaliforníu, East Bay Express.

Þórdís Claessen myndskreytir myndina en tónlistin er að mestu frumsamin af Illuga sjálfum. Auk hans má sjá mörg þekkt andlit úr hip hop heiminum á Íslandi fram í myndinni: Erpur Eyvindarson, Sesar A, BENT, Beatur og fleiri. Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona leikstýrir og framleiðir myndina, en hún er einnig systir Illuga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.