Lífið

Tvíburarnir þreytandi

Tvíburar duga vel til að klára orkubirgðir flestra foreldra, og Angelina Jolie er engin undantekning. Vinir leikkonunnar og kærastans Brads Pitt sögðu við In Touch tímaritið að Brad væri í skýjunum yfir börnunum og „þreyttur á góðan hátt". Það ku hinsvegar vera lítið gott við þreytuna hjá Angelinu.

Lífið

Pierce Brosnan er að farast úr áhyggjum yfir björgunarhringnum

James Bond stjarnan fyrrverandi Pierce hefur miklar áhyggjur af þyngdinni þessa dagana. Leikarinn lék síðast í söngleiknum Mamma Mia og segist spikfeitur í þeirri mynd. Honum bráðliggur nú á að losna við aukakílóin áður en að hann tekur að sér aðalhlutverkið í mynd Pauls Verhoeven, The Thomas Crown Affair 2.

Lífið

Bíllinn gjörónýtur hjá Morgan Freeman - mynd

Eins og myndin sýnir er bíll leikarans gjörónýtur en sjálfur er hann brotinn á hendi og olnboga og axlir skaddaðar að sama skapi. Talsmaður leikarans segir hann við góða heilsu andlega fullan tilhlökkunar að ná fullri heilsu á ný.

Lífið

Sharon Stone yngir upp - myndir

Þrátt fyrir þá staðreynd að leikkonan Sharon Stone verður fimmtug í ár hefur hún nú fundið sér unglamb til þess að leika við. Nýji kærastinn hennar er ekki orðinn þrítugur ef marka má fjölmiðla vestan hafs sem velta sér upp úr ástarmálum leikkonunnar.

Lífið

Pabbi Lohan ekki í neinu stuði fyrir lesbískt brúðkaup

Hjónaband samkynhneigðra var nýlega lögleitt í Kaliforníu, en það er eitthvað í að frægustu lesbíur fylkisins, Lindsay Lohan og Samantha Ronson gifti sig. Og færi svo að þær gangi í það heilaga lítur ekki út fyrir að pabbi Lindsay muni leiða hana upp að altarinu.

Lífið

Bubbi í lífsháska á gúmmítuðru með útvarpsstjóra

Þegar Bubbi Morthens hætti að starfa sem farandverkari, sjómaður og frystihúsaþræll árið 1979 ákvað hann að fara aldrei aftur í bát, nema líf lægi við. Um helgina var hann hinsvegar talaður inn á að sigla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem ekki var flogið. 10-12 þúsund manns sungu með lögum Bubba í brekkunni en síðan var farið með björgunarbát aftur að Bakka. Báturinn fer hinsvegar ekki alveg upp í fjöru og því þurfti að fara síðasta spölinn á lítilli gúmmítuðru. „Ég hef ekki orðið svona skelkaður síðan ég var barn, þetta var virkilega óþægileg lífsreynsla,“ segir Bubbi sem óttaðist um líf sitt þegar öldurnar gengu yfir bátinn.

Lífið

Börnin eru minn innblástur, segir Íris

Íris Kristinsdóttir samdi texta við lag Halldórs Guðjónssonar sem sigraði í Ljósanæturlagasamkeppninni í ár. Fjörutíu lög voru send inn í keppnina. Vísir hafði samband við Írisi sem eignaðist sitt þriðja barn í apríl síðastliðnum.

Lífið

Heidi Klum í fanta formi - myndir

Ofurfyrirsætan Heidi Klum býr yfir langri reynslu þegar kemur að fyrirsætustörfum. Í sumarfríinu situr hún fyrir hjá eiginmanni sínum, söngvaranum Seal.

Lífið

Páll Óskar frumsýnir nýtt myndband í kvöld

Nýja tónlistarmyndbandið Betra líf með Páli Óskari verður frumsýnt í kvöld á Stöð 2 í þættinum Ísland í dag. Mikill fjöldi, eða hátt í 250 manns, kemur þar fram ásamt Páli Óskari. Það er Reynir Lyngdal sem leikstýrir myndbandinu.

Lífið

Freeman á batavegi

Stórleikarinn Morgan Freeman er á batavegi eftir eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í nærri heimili sínu í Mississippi í gær. Talsmaður leikarans segir að hann hafi brotnað á handlegg og olnboga auk þess sem hann hafi slasast á öxl. Fyrstu fréttir í gær hermdu að hin 71 árs gamla stjarna væri í lífshættu en nú lítur út fyrir að hann nái fullum bata.

Lífið

Segir Morgan Freeman ekki í lífshættu

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman er ekki í lífshættu, eftir því sem fjölmiðlar í Mississippi hafa eftir Bill Luckett, viðskiptafélaga hans. Luckett heimsótti Freeman á spítala í Memphis. “Hann hvílist mjög vel og hefur nokkrar skrámur, en það er ekkert lífshættulegt og ekkert sem verður varanlegt,” sagði Luckett.

Lífið

Morgan Freeman stórslasaðist í árekstri

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman slasaðist alvarlega í bílslysi í Mississippi. Hann var fluttur á spítala í Memphis i Tennessee ríki. AP fréttastofan hefur eftir Kathy Stringer, talsmanni sjúkrahússins, að Freeman sé mjög alvarlega slasaður. Slúðurblaðið The Sun fullyrðir jafnvel að hann sé í lífshættu.

Lífið

Bernie Mac sagður mikið veikur

Tvennum sögum fer nú af heilsu stórleikarans Bernie Mac. Hann hefur verið á spítala síðustu daga vegna lungnabólgu. Fjölmiðlafulltrúi hans sagði um helgina að hann væri á batavegi og yrði orðinn heill áður en langt um liði. Heimildarmaður, nákominn Mac, sagði hins vegar í samtali við Chicago Sun Times að ástand hans væri mjög alvarlegt.

Lífið

Skákhátíð Hróksins á Grænlandi hafin

Skákhátíð Hróksins á Grænlandi 2008 hófst í dag, í þremur þorpum á austurströndinni. Þetta er sjötta árið í röð sem liðsmenn Hróksins efna til hátíðar fyrir börn á Grænlandi.

Lífið

Vill ekki vera kölluð lesbía opinberlega

Geðþekka leikkonan Lindsay Lohan er æf yfir því að lögreglustjórinn í Los Angeles skyldi kalla hana lesbíu opinberlega. „Lindsay Lohan er samkynhneigð. Það virðist nú ekki vera neitt stórmál," sagði William Bratton við hasarfréttamennina. Lindsay Lohan svaraði því til að hún teldi að lögreglan ætti ekki að skipta sér að einkamálum fólks.

Lífið

Eurobandið skemmti á Euro-Pride

Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk skemmtu síðastliðinn fimmtudag á árlegri Euro-Pride hátíð. Að þessu sinni var hún haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Um 20 þúsund manns voru viðstaddir tónleika, sem haldnir voru í miðbæ Stockholm í tengslum við hátíðina.

Lífið

Fyrstu myndirnar af Vivienne og Knox seldar

People magazine hefur orðið sér úti um réttinn til að mynda tæplega mánaðargamla tvíbura Angelina Jolie og Brad Pitt og gefa út á bandarískum markaði. Hello! er með útgáfuréttinn í Bretlandi.

Lífið