Lífið

Dylan varar við nútímatækni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dylan er lítið gefinn fyrir iPod spilara.
Dylan er lítið gefinn fyrir iPod spilara.
Hinn margrómaði söngvari Bob Dylan ráðleggur ungu fólki að nota sem minnst nútímatækni eins og iPod, tölvuleiki eða farsíma.

Í samtali við Rolling Stone tímaritið segir Dylan að slíkar græjur leiði til þess að fólk missi öll tengsl við raunveruleikann. „Það er stórskrýtið að sjá svo margt ung fólk á ferli með farsíma og iPod spilara í eyrunum, úr öllum tengslum við veruleikann," segir Dylan í samtali við tímaritið.

Dylan hvetur ungt fólk til að leggja slík tæki á hilluna og verja meiri tíma utandyra í frísku lofti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.