Lífið

Bacon elti vasaþjóf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kevin Bacon ásamt Kiru Sedgwick.
Kevin Bacon ásamt Kiru Sedgwick.
Hollywoodleikarinn Kevin Bacon elti vasaþjóf sem stal farsímanum hans í neðanjarðarlest í New York á laugardaginn. Kevin hljóp á eftir þjófnum í gegnum mannmergð en gafst fljótlega upp og kallaði á lögregluna.

Í The Post er haft eftir sjónarvottum að atvikið hafi átt sér stað á 53. stræti og 7. breiðgötu á Manhattan. Hvorki lögreglan í New York né Kevin Bacon hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.