Lífið

Lúðrasveitir blása lífi í borgina

Reykvíkingar munu á næstunni verða varir við lúðrasveitir á göngu víðsvegar um borgina. Þar er á ferðinni verkefnið "Blásum lífi í borgina" sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lúðrasveitar verkalýðsins. Á heimasíðu Lúðrasveitar verkalýðsins segir að hugmyndin að þessu verkefni hafi kraumað meðal ráðamanna Lúðrasveitar verkalýðsins síðan um síðasta sumar.

„Snorri Heimisson, stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins, hefur haft veg og vanda af þessu verkefni og hefur fengið til liðs við sig Reykjavíkurborg, sem síðan tók verkefnið upp á sína arma, auk Lúðrasveita á höfuðborgarsvæðinu. Lúðrasveitirnar sem taka þátt, auk Lúðrasveitar verkalýðsins, eru: Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveitin Svanur, Skólahljómsveit Vesturbæjar og Skólahljómsveit Austubæjar."

„Blásum lífi í borgina fer fram á þann hátt að á hverjum degi út vikuna 25- 29 maí verða skrúðgöngur sem fyrrnefndar lúðrasveitir fara fyrir. Göngurnar hefjast allar á slaginu 15:00 á mismunandi stöðum víðsvegar um borgina," segir ennfremur. „Ekki verða farnar hefðbundnar leiðir þegar kemur göngunum heldur hefur Snorra Heimissyni tekist að dreifa göngunum um alla borg og þess vegna í iðnaðarhverfum. Það er von sveitanna sem taka þátt að þetta muni setja skemmtilegan blæ á borgina í byrjun sumars og létta kannski andann á þeim vinnustöðum þar sem göngur fara hjá."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.