Lífið

Lúxus á árlegri aðdáendahátíð EVE online

Úr tölvuleiknum EVE online.
Úr tölvuleiknum EVE online.

Þrátt fyrir að enn séu fjórir mánuðir til stefnu eru tölvuleikjaunnendur vestan hafs byrjaðir að ræða árlega aðdáendahátíð hins íslenska EVE online. Fáir leikir sem þessir halda aðdáaendahátíðir sínar utan Bandaríkjanna en hátíð EVE er alltaf haldin í Reykjavík. Í ár fer hún fram 1.-3. október á þessu ári. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum virðist hátíðin í ár ætla að verða sú allra flottasta.

Þúsundir manna út um allan heim spila leikinn sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á síðustu árum. Miðinn á hátíðina kostar 75 dollara en síðan er hægt að kaupa sérstaka passa á 188 dollara. Þeir miðar innihalda gríðarlegan lúxus:

„Afnot af risatrukk (Ford Econliner), enskumælandi innfæddan leiðsögumann, hádegisverð, hellaskoðun og aðgang að teiti á toppi veraldar."

Frekari fréttir af hátíðinni eru boðaðar þegar nær dregur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.