-sme með nýtt blað 25. maí 2009 05:00 Sigurjón í höfuðstöðvunum við höfnina Það vex -sme ekki í augum, enda vanur maður, að boða nýtt blað þó veður séu válynd á fjölmiðlamarkaði.fréttablaðið/gva Tryllingsleg reið Sigurjóns M. Egilssonar um fjölmiðlamarkaðinn hefur nú farið í einskonar hring – nýtt blað í hans ritstjórn um sjávarútveg er í vinnslu og er væntanlegt í byrjun júní. „Þetta er ekki slúður heldur staðreynd. Útvegsblaðið. Ef hægt er að tala um einhvers konar fyrirmynd þá er það Bændablaðið. Kemur út mánaðarlega,“ segir Sigurjón M. Egilsson ritstjóri. Blaðið verður í dagblaðabroti, kemur út í tíu þúsund eintökum og verður dreift ókeypis á alla helstu staði er varða sjávarútveg; í báta, fiskvinnslustöðvar, útgerðir... „Já, þá sem þjónusta sjávarútveginn og svo á bensínstöðvar,“ segir Sigurjón - sem oft er kallaður -sme. Hann ætlar að efna til mikillar málstofu þegar blaðið kemur út um fyrningarleiðina þar sem hagsmunaaðilar og pólitíkusar sitja fyrir svörum og mun almenningi gefast kostur á að varpa fram spurningum. En þetta verður auglýst síðar. Segja má að -sme hafi farið á flennireið um íslenska fjölmiðla undanfarin ár en nú er hann að einhverju leyti kominn hringinn. „Já, þetta hefur verið klikkað. Eftir að ég hætti á Fréttablaðinu, fer sem ritstjóri á Blaðið og er svo lokkaður til baka aftur til að ritstýra DV. Svo stóðst ekkert af þessu munnlega samkomulagi sem fyrir lá og svo var manni bara ýtt út í lokin. En það er önnur saga sem einhvern tíma verður sögð. Veit bara ekki hvaða ræðupúlt ég vel mér,“ segir -sme hress. Blaðamennska um sjávarútveg er honum síður en svo ný auk þess sem hann er Stýrimannaskólagenginn og var tólf ár til sjós. Sigurjón ritstýrði tímaritinu Víkingi í sjö ár en þessi útgáfa byggir á blaðinu Sjómaðurinn og vefnum mar.is. sem -sme stýrði áður en hann fór á Fréttablaðið þegar til þess var stofnað árið 2001. Sjómanninum verður nú gerbreytt í alhliða útvegsblað. „Bróðir minn Hafsteinn var svo elskulegur að halda því gangandi meðan ég var á stærri miðlum. Og skilaði mér þessu svo aftur.“ Fyrir liggur að rekstur fjölmiðla á Íslandi er í járnum en það vex Sigurjóni, sem stendur einn að útgáfunni, ekki í augum að hrinda úr vör nýjum miðli. „Nei, það gengur vel að safna auglýsingum. Það er allt svo jákvætt í kringum sjávarútveginn. Menn skilja betur en oft áður mikilvægi hans. Ég sé til í framhaldinu hvort ég fæ einhverja með mér í þetta. En það er sætt að eiga lítið útgáfufyrirtæki. Svona eins og að eiga trillu. Enginn kvóti,“ segir -sme sem skoðaði á tímabili útgáfu veglegs fréttatímarits en var ráðlagt að halda að sér höndum og sjá til með hvernig markaðurinn þróast. Auk hans kemur Janus sonur hans að hönnun blaðsins sem og skrifum. Þá nýtir Sigurjón sér krafta blaðamanna í lausamennsku.jakob@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Tryllingsleg reið Sigurjóns M. Egilssonar um fjölmiðlamarkaðinn hefur nú farið í einskonar hring – nýtt blað í hans ritstjórn um sjávarútveg er í vinnslu og er væntanlegt í byrjun júní. „Þetta er ekki slúður heldur staðreynd. Útvegsblaðið. Ef hægt er að tala um einhvers konar fyrirmynd þá er það Bændablaðið. Kemur út mánaðarlega,“ segir Sigurjón M. Egilsson ritstjóri. Blaðið verður í dagblaðabroti, kemur út í tíu þúsund eintökum og verður dreift ókeypis á alla helstu staði er varða sjávarútveg; í báta, fiskvinnslustöðvar, útgerðir... „Já, þá sem þjónusta sjávarútveginn og svo á bensínstöðvar,“ segir Sigurjón - sem oft er kallaður -sme. Hann ætlar að efna til mikillar málstofu þegar blaðið kemur út um fyrningarleiðina þar sem hagsmunaaðilar og pólitíkusar sitja fyrir svörum og mun almenningi gefast kostur á að varpa fram spurningum. En þetta verður auglýst síðar. Segja má að -sme hafi farið á flennireið um íslenska fjölmiðla undanfarin ár en nú er hann að einhverju leyti kominn hringinn. „Já, þetta hefur verið klikkað. Eftir að ég hætti á Fréttablaðinu, fer sem ritstjóri á Blaðið og er svo lokkaður til baka aftur til að ritstýra DV. Svo stóðst ekkert af þessu munnlega samkomulagi sem fyrir lá og svo var manni bara ýtt út í lokin. En það er önnur saga sem einhvern tíma verður sögð. Veit bara ekki hvaða ræðupúlt ég vel mér,“ segir -sme hress. Blaðamennska um sjávarútveg er honum síður en svo ný auk þess sem hann er Stýrimannaskólagenginn og var tólf ár til sjós. Sigurjón ritstýrði tímaritinu Víkingi í sjö ár en þessi útgáfa byggir á blaðinu Sjómaðurinn og vefnum mar.is. sem -sme stýrði áður en hann fór á Fréttablaðið þegar til þess var stofnað árið 2001. Sjómanninum verður nú gerbreytt í alhliða útvegsblað. „Bróðir minn Hafsteinn var svo elskulegur að halda því gangandi meðan ég var á stærri miðlum. Og skilaði mér þessu svo aftur.“ Fyrir liggur að rekstur fjölmiðla á Íslandi er í járnum en það vex Sigurjóni, sem stendur einn að útgáfunni, ekki í augum að hrinda úr vör nýjum miðli. „Nei, það gengur vel að safna auglýsingum. Það er allt svo jákvætt í kringum sjávarútveginn. Menn skilja betur en oft áður mikilvægi hans. Ég sé til í framhaldinu hvort ég fæ einhverja með mér í þetta. En það er sætt að eiga lítið útgáfufyrirtæki. Svona eins og að eiga trillu. Enginn kvóti,“ segir -sme sem skoðaði á tímabili útgáfu veglegs fréttatímarits en var ráðlagt að halda að sér höndum og sjá til með hvernig markaðurinn þróast. Auk hans kemur Janus sonur hans að hönnun blaðsins sem og skrifum. Þá nýtir Sigurjón sér krafta blaðamanna í lausamennsku.jakob@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira