Lífið

Húsmæður í skoskum smábæ brjálaðar út í Magnús Scheving

Var ekki á Skotlandi Magnús Scheving sendi ástralskan staðgengil til smábæjarins Hamilton en það vakti ekki mikla lukku hjá skoskum húsmæðrum sem hafði hlakkað til að sjá íslenska Íþróttaálfinn.
Var ekki á Skotlandi Magnús Scheving sendi ástralskan staðgengil til smábæjarins Hamilton en það vakti ekki mikla lukku hjá skoskum húsmæðrum sem hafði hlakkað til að sjá íslenska Íþróttaálfinn.

Skoskar húsmæðir í smábænum Hamilton á Skotlandi urðu heldur betur hvumsa þegar þær mættu með börnin sín og ætluðu að leyfa þeim að sjá hetjuna þeirra úr sjónvarpi; Sportacus eða Íþróttaálfinn. Samkvæmt skipulagðri dagskrá mikillar matarhátíðar átti Sportacus að mæta á svæðið og sýna listir sínar. Mæðurnar létu ekki rigningu á sig fá enda krakkarnir alveg óðir af spenningi yfir því að sjá íslensku ofurhetjuna. „Við urðum alveg rosalega reiðar þegar við sáum að þetta var ekki Magnus Scheving heldur einhver ástralskur táningur í ljótum búningi með yfirvaraskegg sem var alltaf að detta,“ segir Mairi Breen í samtali við staðarblaðið The Hamilton Advertiser.

Breen bætir því reyndar við að krakkarnir hafi ekki getað greint muninn en mæðurnar hafi orðið virkilega sárar fyrir þeirra hönd, að þarna væri visvítandi verið að reyna að blekkja þau með augýsingum. Helst þótti henni súrt í broti að þurfa standa í grenjandi rigningu og hávaðaroki til að horfa á einhverja eftirlíkingu. En þótt krakkarnir hafi tekið Ástralanum vel voru mæðurnar ekki sama sinnis, því í ljós kemur að þær hefðu einnig verið spenntar fyrir að sjá hin spengilega Scheving hoppa um sviðið í smábænum. „Það er skárra að horfa á hann en Barney úr Flinstone‘s,“ segir Breen. Talsmaður hátíðarinnar vísaði öllum ásökunum um svik á bug, sagði ástralska unglinginn vera löglegan Sportacus samkvæmt vörumerkjaskráningu Latabæjar.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.