Lífið

Morrissey aflýsir tónleikum vegna veikinda

Breski tónlistarmaðurinn Morrissey varð nýverið fimmtugur.
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey varð nýverið fimmtugur.
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey hefur þurft að aflýsa þremur tónleikum síðustu daga vegna veikinda. Hann hefur neyðst til að fresta eða aflýsa fjölda tónleika eftir að listamaðurinn hóf tónleikaferð sína í febrúar. Morrissey tróð upp í Laugardalshöll árið 2006.

Morrissey sem var söngvari hljómsveitarinnar Smiths kom fram á tónleikum síðastliðið föstudagskvöld í heimabæ sínum Manchester þar sem hann fagnaði fimmtugsafmæli sínu.

Talsmaður Morrissey segir að læknar hafi ráðlagt söngvaranum að koma ekki fram. Þá er óvíst hvort að hann stígi á stokk á tónleikum um næstu helgi. Ekki er tilgreint hvað hrjáir söngvarann geðþekka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.