Lífið „Dorrit er þvílíkt að leggja á sig," segir Erpur Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson frumsýndi nýtt lag sem nefnist „Stórasta land í heimi" í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi þar sem hann lýsir Dorrit Moussaieff sem „Palestínu-Araba sem talar góða íslensku". „Íslenskumælandi Palestínu-gyðingur eins og Dorrit er þvílíkt að leggja á sig að læra íslensku og það er eitt af því sem ég er mjög ánægður með," segir Erpur þegar Vísir spyr hann út í ummæli hans um forsetafrúna. „Dorrit kemur fram trekk í trekk og er alltaf að verða sleipari sleipari í íslenskunni." Lífið 1.10.2008 12:02 Nýja James Bond lagið - myndband Söngkonan Alicia Keys og tónlistarmaðurinn Jack White sameina krafta sína í titillagi James Bond myndarinnar: Quantum of Solace. Lífið 1.10.2008 11:09 Útvarpsmaður opnar hjartað fyrir alþjóð „Ég ákvað að syngja þetta lag sjálfur bæði vegna þess að það er orðið allt of langt síðan að ég þandi raddböndin síðast," svarar Ívar Halldórsson útvarpsmaður á Bylgjunni og tónlistarmaður þegar Vísir spyr hann út í nýja lagið hans sem er farið að hljóma á öldum ljósvakans og ber heitið: Fullkomna vera. Lífið 1.10.2008 10:15 Williams skemmtir erfingja bresku krúnunnar Hollywood-stjarnan Robin Williams mun koma fram á skemmtun í London í tilefni sextugsafmælis Karls Bretaprins. 25 ár eru síðan að Robin tróð seinast upp í Bretlandi. Lífið 30.9.2008 21:15 Janet Jackson færð á sjúkrahús Bandaríska söngkonan Janet Jackson var flutt á sjúkrahús í gær skömmu fyrir tónleika hennar í Montreal í Kanada. Lífið 30.9.2008 19:45 Sala áskriftarkorta í Borgarleikhúsinu sjöfaldast Áskriftarkort Borgarleikhússins hafa rokið út undanfarið og nú hafa um fjögur þúsund manns tryggt sér kort fyrir veturinn. Þetta er sjöfaldur sá fjöldi sem keypti áskriftarkort í fyrra, og munu vera fleiri áskriftarkort en nokkurt íslenskt leikhús hefur selt á einu starfsári. Og það þrátt fyrir að enn séu þrjár vikur eftir af kortasölu leikársins. Lífið 30.9.2008 17:10 Britney hress þrátt fyrir kynlífsmyndbandið - útvarpsviðtal Þrátt fyrir að ljósmyndarinn Adnan Ghalib hafi lýst því opinberlega yfir að hann hafi undir höndum tveggja klukkutíma kynlífsmyndband af Britney Spears sem hann ætlar að selja hæstbjóðanda var Britney hress í útvarpsviðtali við bandarísku útvarpsstöðina Z100 þar sem hún kynnti meðal annars nýja lagið hennar Womanizer. Lífið 30.9.2008 16:50 Ellen gerir lítið úr Paris Hilton - myndband Fimmtugi þáttastjórnandinn Ellen Degeneres varð á vegi Parisar og þær stilltu sér upp fyrir ljósmyndarana rétt áður en Ellen lét sig hverfa. Lífið 30.9.2008 12:40 Jónsi er ólíkur okkur Hljómsveitin Buff er þessa dagana að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem kemur út seinni part október ásamt því að spila stórt hlutverk í þættinum Singing Bee, sem sýndur er á Skjá einum. Lífið 30.9.2008 11:07 Myndir af handtöku Heather Locklear Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikkonunni Heather Locklear þegar hún var handtekin um helgina. Heather sat ein í kyrrstæðum bíl sínum undir áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja og stoppaði þar með umferð í nágrenni við Los Angeles. Lífið 30.9.2008 09:35 Beckham tekur upp pennann Knattspyrnugoðið David Beckham hefur tekið til við ritun barnabóka og er áætlað að sú fyrsta líti dagsins ljós sumarið 2009. Lífið 30.9.2008 08:27 Springsteen rokkar á Superbowl Greint hefur verið frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen mun koma fram í hálfleik þegar úrslitaleikurinn í NFL-deildinni, amerískum fótbolta, fer fram í Flórída í febrúar næst komandi. Lífið 29.9.2008 21:30 Hjónin Scarlett og Ryan Hollywood-stjörnurnar Scarlett Johansson og Ryan Reynolds giftust í gær eins og kom fram á Vísi í morgun. Brúðkaupið fór fram á rólegum stað rétt fyrir utan Vancouver í Kanada en Ryan er kanadískur. Lífið 29.9.2008 20:30 Kynlífsmyndband með Britney Spears til sölu Adnan Ghalib, ljósmyndari sem hefur það að atvinnu að elta Britney Spears og mynda hana, segir í viðtali við tímaritið Heat að hann hafi undir höndum kynlífsmyndband af Britney. Myndbandið, þar sem er Britney er allsnakin með bleika hárkollu á höfði, var tekið þegar þau eyddu saman fríi í Mexíkó. Lífið 29.9.2008 16:32 Christina Aguilera með soninn í auglýsingaherferð Söngkonan Christina Aguilera er meðvituð um mikilvægi þess að ungt fólk noti kosningarétt sinn í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur ljáð herferðinni sem kallast Rock the vote krafta sína þar sem hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa. Í herferðinni heldur hún syni sínum, Max, sem er fimm mánaða þegar auglýsingamyndirnar voru teknar. Lífið 29.9.2008 15:22 Sofnaði í lýðræðisríki en vaknaði í konungsríki Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur skrifað grein um fréttir morgunsins sem gengur manna á milli á netinu. Þar segir hann að atburðir morgunsins segi manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Hann spyr hvar Samfylkingin sé og segir forsætisráðherra hafa gufað endanlega upp um helgina. Hér sé Seðlabankastjóri sem ráði öllu og Silfur Egils sé vettvangur umræðunnar. Lífið 29.9.2008 13:42 Sjónvarpsstjarna snýr heim „Við komum heim í sumar og ég var ráðinn inn á auglýsingadeild Sjónvarpsins sem kemur sér vel þar sem ég er að byrja að skrifa lokaritgerðina mína um RÚV," svarar Hálfdan Steinþórsson fyrrum fjölmiðlamaður þegar Vísir spyr hann frétta. Lífið 29.9.2008 10:37 Scarlett Johansson gengur í það heilaga Leikkonan Scarlett Johansson gekk í það heilaga um helgina með kanadíska leikaranum Ryan Reynolds. Lífið 29.9.2008 08:44 Alþjóðleg hundasýning haldin nú um helgina Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, var haldin nú um helgina. 750 hundar af 86 tegundum voru skráðir til leiks auk 38 ungra sýnenda. Lífið 28.9.2008 19:36 Prinsessa hljóp í Glitnismaraþoni Mette Marit, krónprinsessa Norðmanna, hljóp í dag 10 kílómetra í Oslóarmaraþoninu en Glitnir er aðal styrktaraðili hlaupsins líkt og í maraþoninu hér heima. Lífið 28.9.2008 10:42 Klámmynd í stað Grease í Góða hirðinum Tæplega þrítug móðir úr Reykjanesbæ hafði samband við Vísi í gær en hún segist afar ósátt við starfsfólk verslunarinnar Góða hirðisins. Lífið 27.9.2008 09:53 Miðar á ABBA sýningu rjúka út „Við héldum að þetta færi rólega af stað þar sem sex vikur eru í tónleikana en það er greinilega mikill áhugi fyrir hendi," segir Eyþór Guðjónsson, skipuleggjandi The ABBA show með hljómsveitinni Arrival. Lífið 26.9.2008 17:14 Ásdís Rán á batavegi, ræðir við módelskrifstofur „Hún hefur það fínt, er bara hægt og rólega að komast aftur inn í daglegt líf." segir Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi og eiginmaður fyrirsætunnar Ásdísar Ránar. Ásdís var flutt í snarhasti á sjúkrahús með blæðingar í kviðarholi fyrir um tveimur vikum. Skömmu eftir að hún flutti til Búlgaríu til að vera við hlið eiginmannsins sem leikur þar með CSKA Sofia. Lífið 26.9.2008 16:41 Buðu upp á heimsins stærsta hamborgara í brúðarveislunni Hún var óvenjuleg brúðar„tertan“ sem bresku hjónin Tom og Kerry Watts völdu sér. Bæði eru þau forfallnir aðdáendur skyndibitafæðis, og buðu því upp á 20 kílóa hamborgara í brúðkaupsveislu sinni á Zak's American diner í Norwich. Lífið 26.9.2008 13:04 Flaug á heimatilbúnum væng yfir Ermarsund Svissneski ævintýramaðurinn Yves Rossy lauk rétt í þessu flugferð yfir Ermarsundið með frumstæðum heimasmíðuðum búnaði sem byggist á þotuhreyfli og væng. Lífið 26.9.2008 12:57 Paris Hilton leitar að sönnum vinum - myndband Paris Hilton kynnti ásamt kærastanum, Benji Madden, nýjan raunveruleikaþátt sem hefur sýningar á tónlistarsjónvarpsstöðinni MTV 30. september næstkomandi þar sem hún leitar að sönnum vinum. Lífið 26.9.2008 12:40 Idolstjarnan Clay Aiken opnar sig - myndband MSNBC heldur því fram að Clay hafi fengið 500 þúsund dollara, sem samsvara rúmum 48 milljónum íslenskra króna, greitt fyrir viðtalið og myndir sem birtust af feðgunum í fyrrnefndu tímariti. Lífið 26.9.2008 11:41 Busta Rhymes haldið og sleppt Bandaríski rapparinn Busta Rhymes, fékk heldur óblíðar móttökur á City flugvellinum í London í dag. Rapparinn var mættur á svæðið til að taka þátt í góðgerðatónleikum á ekki ómerkari stað en Royal Albert Hall. Honum var hins vegar stungið í steininn þegar hann steig út úr einkaþotunni þrátt fyrr að vera með fullgilt atvinnuleyfi í Bretlandi. Lögregla gaf þá skýringu að Busta ætti einhver óútkljáð mál heima fyrir gagnvart þarlendri lögreglu. Lífið 25.9.2008 21:26 Blaine á hvolfi Bandríski töframaðurinn og ofurhuginn David Blaine komst heill og ómeiddur frá nýjasta glæfrabragði sínu í gær. Lífið 25.9.2008 12:44 Bjössi súpermódel svaramaður í stjörnubrúðkaupi „Já það er rétt. Ég er að fara að ganga í það heilaga 18. október," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Svörtum englum þegar Vísir spyr hvort hún sé um það bil að ganga í heilagt hjónaband. Lífið 25.9.2008 10:21 « ‹ ›
„Dorrit er þvílíkt að leggja á sig," segir Erpur Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson frumsýndi nýtt lag sem nefnist „Stórasta land í heimi" í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi þar sem hann lýsir Dorrit Moussaieff sem „Palestínu-Araba sem talar góða íslensku". „Íslenskumælandi Palestínu-gyðingur eins og Dorrit er þvílíkt að leggja á sig að læra íslensku og það er eitt af því sem ég er mjög ánægður með," segir Erpur þegar Vísir spyr hann út í ummæli hans um forsetafrúna. „Dorrit kemur fram trekk í trekk og er alltaf að verða sleipari sleipari í íslenskunni." Lífið 1.10.2008 12:02
Nýja James Bond lagið - myndband Söngkonan Alicia Keys og tónlistarmaðurinn Jack White sameina krafta sína í titillagi James Bond myndarinnar: Quantum of Solace. Lífið 1.10.2008 11:09
Útvarpsmaður opnar hjartað fyrir alþjóð „Ég ákvað að syngja þetta lag sjálfur bæði vegna þess að það er orðið allt of langt síðan að ég þandi raddböndin síðast," svarar Ívar Halldórsson útvarpsmaður á Bylgjunni og tónlistarmaður þegar Vísir spyr hann út í nýja lagið hans sem er farið að hljóma á öldum ljósvakans og ber heitið: Fullkomna vera. Lífið 1.10.2008 10:15
Williams skemmtir erfingja bresku krúnunnar Hollywood-stjarnan Robin Williams mun koma fram á skemmtun í London í tilefni sextugsafmælis Karls Bretaprins. 25 ár eru síðan að Robin tróð seinast upp í Bretlandi. Lífið 30.9.2008 21:15
Janet Jackson færð á sjúkrahús Bandaríska söngkonan Janet Jackson var flutt á sjúkrahús í gær skömmu fyrir tónleika hennar í Montreal í Kanada. Lífið 30.9.2008 19:45
Sala áskriftarkorta í Borgarleikhúsinu sjöfaldast Áskriftarkort Borgarleikhússins hafa rokið út undanfarið og nú hafa um fjögur þúsund manns tryggt sér kort fyrir veturinn. Þetta er sjöfaldur sá fjöldi sem keypti áskriftarkort í fyrra, og munu vera fleiri áskriftarkort en nokkurt íslenskt leikhús hefur selt á einu starfsári. Og það þrátt fyrir að enn séu þrjár vikur eftir af kortasölu leikársins. Lífið 30.9.2008 17:10
Britney hress þrátt fyrir kynlífsmyndbandið - útvarpsviðtal Þrátt fyrir að ljósmyndarinn Adnan Ghalib hafi lýst því opinberlega yfir að hann hafi undir höndum tveggja klukkutíma kynlífsmyndband af Britney Spears sem hann ætlar að selja hæstbjóðanda var Britney hress í útvarpsviðtali við bandarísku útvarpsstöðina Z100 þar sem hún kynnti meðal annars nýja lagið hennar Womanizer. Lífið 30.9.2008 16:50
Ellen gerir lítið úr Paris Hilton - myndband Fimmtugi þáttastjórnandinn Ellen Degeneres varð á vegi Parisar og þær stilltu sér upp fyrir ljósmyndarana rétt áður en Ellen lét sig hverfa. Lífið 30.9.2008 12:40
Jónsi er ólíkur okkur Hljómsveitin Buff er þessa dagana að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem kemur út seinni part október ásamt því að spila stórt hlutverk í þættinum Singing Bee, sem sýndur er á Skjá einum. Lífið 30.9.2008 11:07
Myndir af handtöku Heather Locklear Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikkonunni Heather Locklear þegar hún var handtekin um helgina. Heather sat ein í kyrrstæðum bíl sínum undir áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja og stoppaði þar með umferð í nágrenni við Los Angeles. Lífið 30.9.2008 09:35
Beckham tekur upp pennann Knattspyrnugoðið David Beckham hefur tekið til við ritun barnabóka og er áætlað að sú fyrsta líti dagsins ljós sumarið 2009. Lífið 30.9.2008 08:27
Springsteen rokkar á Superbowl Greint hefur verið frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen mun koma fram í hálfleik þegar úrslitaleikurinn í NFL-deildinni, amerískum fótbolta, fer fram í Flórída í febrúar næst komandi. Lífið 29.9.2008 21:30
Hjónin Scarlett og Ryan Hollywood-stjörnurnar Scarlett Johansson og Ryan Reynolds giftust í gær eins og kom fram á Vísi í morgun. Brúðkaupið fór fram á rólegum stað rétt fyrir utan Vancouver í Kanada en Ryan er kanadískur. Lífið 29.9.2008 20:30
Kynlífsmyndband með Britney Spears til sölu Adnan Ghalib, ljósmyndari sem hefur það að atvinnu að elta Britney Spears og mynda hana, segir í viðtali við tímaritið Heat að hann hafi undir höndum kynlífsmyndband af Britney. Myndbandið, þar sem er Britney er allsnakin með bleika hárkollu á höfði, var tekið þegar þau eyddu saman fríi í Mexíkó. Lífið 29.9.2008 16:32
Christina Aguilera með soninn í auglýsingaherferð Söngkonan Christina Aguilera er meðvituð um mikilvægi þess að ungt fólk noti kosningarétt sinn í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur ljáð herferðinni sem kallast Rock the vote krafta sína þar sem hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa. Í herferðinni heldur hún syni sínum, Max, sem er fimm mánaða þegar auglýsingamyndirnar voru teknar. Lífið 29.9.2008 15:22
Sofnaði í lýðræðisríki en vaknaði í konungsríki Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur skrifað grein um fréttir morgunsins sem gengur manna á milli á netinu. Þar segir hann að atburðir morgunsins segi manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Hann spyr hvar Samfylkingin sé og segir forsætisráðherra hafa gufað endanlega upp um helgina. Hér sé Seðlabankastjóri sem ráði öllu og Silfur Egils sé vettvangur umræðunnar. Lífið 29.9.2008 13:42
Sjónvarpsstjarna snýr heim „Við komum heim í sumar og ég var ráðinn inn á auglýsingadeild Sjónvarpsins sem kemur sér vel þar sem ég er að byrja að skrifa lokaritgerðina mína um RÚV," svarar Hálfdan Steinþórsson fyrrum fjölmiðlamaður þegar Vísir spyr hann frétta. Lífið 29.9.2008 10:37
Scarlett Johansson gengur í það heilaga Leikkonan Scarlett Johansson gekk í það heilaga um helgina með kanadíska leikaranum Ryan Reynolds. Lífið 29.9.2008 08:44
Alþjóðleg hundasýning haldin nú um helgina Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, var haldin nú um helgina. 750 hundar af 86 tegundum voru skráðir til leiks auk 38 ungra sýnenda. Lífið 28.9.2008 19:36
Prinsessa hljóp í Glitnismaraþoni Mette Marit, krónprinsessa Norðmanna, hljóp í dag 10 kílómetra í Oslóarmaraþoninu en Glitnir er aðal styrktaraðili hlaupsins líkt og í maraþoninu hér heima. Lífið 28.9.2008 10:42
Klámmynd í stað Grease í Góða hirðinum Tæplega þrítug móðir úr Reykjanesbæ hafði samband við Vísi í gær en hún segist afar ósátt við starfsfólk verslunarinnar Góða hirðisins. Lífið 27.9.2008 09:53
Miðar á ABBA sýningu rjúka út „Við héldum að þetta færi rólega af stað þar sem sex vikur eru í tónleikana en það er greinilega mikill áhugi fyrir hendi," segir Eyþór Guðjónsson, skipuleggjandi The ABBA show með hljómsveitinni Arrival. Lífið 26.9.2008 17:14
Ásdís Rán á batavegi, ræðir við módelskrifstofur „Hún hefur það fínt, er bara hægt og rólega að komast aftur inn í daglegt líf." segir Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi og eiginmaður fyrirsætunnar Ásdísar Ránar. Ásdís var flutt í snarhasti á sjúkrahús með blæðingar í kviðarholi fyrir um tveimur vikum. Skömmu eftir að hún flutti til Búlgaríu til að vera við hlið eiginmannsins sem leikur þar með CSKA Sofia. Lífið 26.9.2008 16:41
Buðu upp á heimsins stærsta hamborgara í brúðarveislunni Hún var óvenjuleg brúðar„tertan“ sem bresku hjónin Tom og Kerry Watts völdu sér. Bæði eru þau forfallnir aðdáendur skyndibitafæðis, og buðu því upp á 20 kílóa hamborgara í brúðkaupsveislu sinni á Zak's American diner í Norwich. Lífið 26.9.2008 13:04
Flaug á heimatilbúnum væng yfir Ermarsund Svissneski ævintýramaðurinn Yves Rossy lauk rétt í þessu flugferð yfir Ermarsundið með frumstæðum heimasmíðuðum búnaði sem byggist á þotuhreyfli og væng. Lífið 26.9.2008 12:57
Paris Hilton leitar að sönnum vinum - myndband Paris Hilton kynnti ásamt kærastanum, Benji Madden, nýjan raunveruleikaþátt sem hefur sýningar á tónlistarsjónvarpsstöðinni MTV 30. september næstkomandi þar sem hún leitar að sönnum vinum. Lífið 26.9.2008 12:40
Idolstjarnan Clay Aiken opnar sig - myndband MSNBC heldur því fram að Clay hafi fengið 500 þúsund dollara, sem samsvara rúmum 48 milljónum íslenskra króna, greitt fyrir viðtalið og myndir sem birtust af feðgunum í fyrrnefndu tímariti. Lífið 26.9.2008 11:41
Busta Rhymes haldið og sleppt Bandaríski rapparinn Busta Rhymes, fékk heldur óblíðar móttökur á City flugvellinum í London í dag. Rapparinn var mættur á svæðið til að taka þátt í góðgerðatónleikum á ekki ómerkari stað en Royal Albert Hall. Honum var hins vegar stungið í steininn þegar hann steig út úr einkaþotunni þrátt fyrr að vera með fullgilt atvinnuleyfi í Bretlandi. Lögregla gaf þá skýringu að Busta ætti einhver óútkljáð mál heima fyrir gagnvart þarlendri lögreglu. Lífið 25.9.2008 21:26
Blaine á hvolfi Bandríski töframaðurinn og ofurhuginn David Blaine komst heill og ómeiddur frá nýjasta glæfrabragði sínu í gær. Lífið 25.9.2008 12:44
Bjössi súpermódel svaramaður í stjörnubrúðkaupi „Já það er rétt. Ég er að fara að ganga í það heilaga 18. október," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Svörtum englum þegar Vísir spyr hvort hún sé um það bil að ganga í heilagt hjónaband. Lífið 25.9.2008 10:21