Lífið

Buðu upp á heimsins stærsta hamborgara í brúðarveislunni

Hún var óvenjuleg brúðar„tertan" sem bresku hjónin Tom og Kerry Watts völdu sér. Bæði eru þau forfallnir aðdáendur skyndibitafæðis, og buðu því upp á 20 kílóa hamborgara í brúðkaupsveislu sinni á Zak's American diner í Norwich.

Vefsíðan Ananova greinir frá því að borgari góði hafi verið nærri hálfur metri í þvermál, og verið jafn þungur og um 100 venjulegir borgarar. Þrjá tíma tók að elda borgarann, og þurftu þrír kokkar að hjálpast að að taka hann út úr ofninum. Brauðið eitt og sér var fimm kíló, og varð starfsfólk veitingastaðarins að skera bolluna í sundur með sög. Inn í hana fóru svo auk borgarans tólf hausar af jöklasalati, tólf laukar, þrjátíu tómatar, 48 sneiðar af súrum gúrkum, tvö kíló af osti, lítri af tómatsósu og lítri af majónesi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.