Lífið

Flaug á heimatilbúnum væng yfir Ermarsund

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Svissneski ævintýramaðurinn Yves Rossy lauk rétt í þessu flugferð yfir Ermarsundið með frumstæðum heimasmíðuðum búnaði sem byggist á þotuhreyfli og væng. Rossy varð þar með fyrstur manna til að komast yfir sundið á þennan hátt og það á 99 ára afmæli fyrstu flugferðarinnar yfir það sem Frakkinn Louis Bleriot lauk á sínum tíma.

 

Rossy stökk út úr flugvél í tæplega 9.000 feta hæð og gangsetti þotuhreyfilinn. Fór hann 35 kílómetra vegalengd milli Calais og Dover á tæplega 15 mínútum og opnaði fallhlíf sína yfir akri við Dover þar sem hann lenti farsællega við mikil fagnaðarlæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.